Menntamál - 01.12.1957, Side 19
MENNTAMÁL
209
mark, sem tekið er á dómi kennaraskólanna um kennara-
efni, þegar til stöðuveitinga kemur. Til dæmis er veitinga-
valdið bundið við vitnisburð skólans, og skipta þá mestu
máli aðalgreinar, svo sem kennsla, móðurmál, uppeldis-
fræði, reikningur og teiknun. Kennaraefni með laka
einkunn í kennslu getur ekki gert sér vonir um að fá
stöðu, nema hann endurtaki prófið að nokkrum árum liðn-
um og hljóti þá betri einkunn.
Sérstakrar vandvirkni er líka gætt við daglega einkunna-
gjöf, enda er það svo í raun, að vetrareinkunnir einar
hafa úrslitagildi í aðalgreinum, og sést enn af því, að skól-
anum sjálfum er trúað bezt til að meta verðleika kennara-
efna. Það myndi þykja óheyrilegt með Svíum, ef önnur
sjónarmið réðu vali kennara í embætti en kennarahæfni
hans.
Það er íhugunarvert, að nemendur koma eldri í kenn-
araskóla á Norðurlöndum en á Islandi, og það er talið
æskilegt, að kennaraefni setjist ekki í kennaraskóla strax
að undirbúningsnámi loknu, hvort heldur það er gagn-
fræða- eða stúdentsnám. Þvert á móti er það álitið far-
sælla, að kennaraefnið hafi aukið þekkingu sína og lífs-
reynslu utan skólaveggja frekar en orðið var. 1 Danmörku,
Noregi og Svíþjóð skal lágmarksaldur stúdenta vera full
19 ár, er þeir setjast í kennaraskóla, og í Danmörku skulu
þeir vera fullra 18 ára, er setjast í fjögurra ára deildina.
Sjónarmið Dana er, að kennari skuli vera fullra tuttugu
og tveggja ára, er hann lýkur prófi. I Noregi og Svíþjóð
skulu önnur kennaraefni en stúdentar vera 17 ára.
I Danmörku er námstími stúdenta þrjú ár í kennara-
skóla, í Noregi og Svíþjóð tvö, en í Noregi er sá háttur á,
að stúdentar eru fyrst einn vetur í kennaraskóla, kenna
síðan eitt ár með kaupi, og sitja síðan einn vetur í kenn-
araskóla og ljúka kennaraprófi.
í Danmörku skulu nemendur á síðasta ári í kennara-
skóla kenna samfellt í þrjá mánuði kauplaust, og í Sví-
14