Menntamál - 01.12.1957, Page 23
MENNTAMÁL
213
andinn á eina kennslustund og kennir síðan 8 sinnum í
sömu námsgrein.
5. Eins og greint er í 4. lið, nema æfingar eru 4 í
stað 8.
6. Kennsluvika. Nemandinn hlýðir á kennslu í tilgreind-
um bekk í eina viku, og í vikulokin kennir hann átta
sinnum, þar af þrisvar sinnum í stærðfræði.
7. Kennsluvika með bekkjarkennsluæfingum. Nemand-
inn fylgist með kennslu í tilgreindum bekk í eina viku
og kennir alla kennslu í bekknum síðari hluta vikunnar,
þar af móðurmál eigi sjaldnar en þrisvar sinnum.
B. Hlustað á Jcennslu.
1. Nemendur verða að ræða við æfingarkennarann eigi
síðar en næsta virkan dag fyrir kennslu.
2. í æfingadeildum kennaraskólans fylgist nemandinn
með kennslu í öllum greinum. Þó má falla úr tré- og málm-
smíði drengja. Að öðru leyti fylgir nemandinn æfinga-
lcennaranum, einnig þótt hann kenni í öðrum bekkjum en
sérbekk sínum. Þó ganga stundir í kennslufræði, skyldu-
ritgerðir og önnur verkefni, sem ætluð eru öllum kenn-
efnum, fyrir því að hlusta á kennslu.
3. Ef nemandi er veikur eða fjarverandi af öðrum
ástæðum, skal skýra æfingakennara frá því svo fljótt
sem kostur er.
4. Ef nemandi hefur farið á mis við tilskilda kennslu-
hlustun, skal hann bæta það upp, og semja um það við
æf ingakennarann.
Nánari ráðleggingar:
5. Kynnið yður rækilega þau fyrirmæli, sem börn æf-
ingadeildanna skulu hlíta.
6. Kynnið yður náms- og stundaskrá bekkjarins.