Menntamál - 01.12.1957, Qupperneq 24
214
MENNTAMÁL
7. Takið með yður ritföng til þess að skrifa minnis-
atriði.
8. Kennaraefni leggur kennara lið eftir föngum, svo
sem við að skrá dagbók, leiðrétta stíla og fylgjast með
því, að börnin ljúki verkefnum sínum og hlíti fyrirmæl-
um.
9. Gerið yður ljósa grein fyrir kennsluaðferð æfinga-
kennarans. Skrifið minnisblöð. Vanrækið ekki að spyrja
arfingakennara í lok kennslustundar eða við fyrsta tæki-
færi, ef yður virðist eitthvað torskilið.
10. Fylgizt með börnunum og athugið þau, bæði í skóla-
stofu og á leikvelli í hléum.
11. Gefið vandlega gaum að því, sem hér fer á eftir, er
þér hafið fengið efni til kennslu.
12. Minnizt þess, að kennarinn á að vera fyrirmynd
barnanna. Miklu skiptir því framkoma hans og limaburð-
ur, háttvísi og snyrtimennska í klæðaburði.
C. Kennsluæfingar. Undirbúningur.
1. Sækið kennsluverkefni yðar tímanlega og búið yður
undir kennsluna í tæka tíð. Þá verður allt ljósara, er máli
skiptir, en það vinzast úr, sem minna varðar.
Skynsamlegt er að gera heildaráætlun fyrir allt kennslu-
skeiðið, áður en gengið er frá einstökum kennslustund-
um í smáatriðum.
2. Gerið yður grein fyrir, hvert uppeldisgildi viðfangs-
efnin geta haft, faglegt, almennt og siðferðilegt.
3. Kostgæfið að ná öruggu valdi á þeirri þekkingu, er
þér skuluð miðla öðrum.
4. Hafið hliðsjón af reynslu og þekkingu barnanna og
áhugaefnum þeirra, er þér skipuleggið kennslu yðar, og
leitið Ijósra dæma til að skýra viðfangsefnið.
5. Athugið, með hverjum hætti viðfangsefnið má verða
ljóst og hafið tiltæk öll kennslutæki og hjálpargögn.