Menntamál - 01.12.1957, Qupperneq 26
216
MENNTAMÁL
Kennsluform.1)
18. Framsetning skal vera hlutstæð og lifandi. Tala
skal einfalt og eðlilegt, en hreint mælt mál og hafa hlið-
sjón af aldursstigi barnanna.
19. Temja skal sér æskilega tilbreytni í framsetningu
(frásögn, lýsing, leiklistarform o. s. frv.), en forðast of
mikla einhæfni.
20. Spurningum skal ekki beitt við það eitt að hlýða
yfir, heldur einnig í ríkum mæli við skýringu efnisins.
Minnizt aðferða Sókratesar.
21. Góð kennsla verður oft lifandi samræða með spurn-
ingum og ábendingum beggja, kennara og nemenda.
22. Hafið spurningar misþungar. Byrjið gjarna með
auðveldum spurningum.
23. Spurningin á að vera einföld, ljós og vekjandi.
Sneiða skal eftir föngum hjá tvíræðum spurningum og
spurningaflækjum, skilyrðisspurningum og spurningum,
sem ekki verður svarað nema með jái eða nei.
24. Látið spurningar koma jafnt niður á nemendum,
einnig þeim, sem rétta ekki upp hendur. Gleymið ekki
þeim getulitlu, sem beina skal að sérstaklega auðveldum
spurningum. Leggið spurninguna fyrir allan bekkinn, en
látið nafngreindan nemanda svara. Spyrjið hjálparspurn-
inga, ef svars er vant.
25. Gefið gaum að, hvernig börnin bregðast við spurn-
ingum yðar, veitið svörum þeirra sérstaka athygli og teng-
ið kennsluna við þau. Röng svör geta jafnvel oft orðið
I) í þessum þætti er ugglaust gengið út frá þeirri meginreglu sem
sjálfsögðum lilut, að í fyrstu yfirferð þarf kennarinn að setja efnið
fram eins skilmerkilega og hann getur, einkum mörg undirstöðuatriði
í námsgreinunum, en síðan og ekki fyrr koma yfirheyrslur og spurn-
ingar, þar sem leitað er eftir |>ví, hvað börnunum hefur tekizt að til-
einka sér af undirstöðuatriðum og ályktunum, sem þau megna að
draga af þeim. — G. I. G.