Menntamál - 01.12.1957, Page 37
MENNTAMÁL
227
hafa verið gerðar nema lauslegar athuganir á vinnutíma
nemenda í skólum hérlendis, enda er ekki auðvelt að koma
við hlutlægri rannsókn. Er ef til vill óvarlegt að nefna töl-
ur að svo lítt rannsökuðu máli, en ólíklegt verður að telja,
að börn í efstu bekkjum barnaskóla í kaupstöðum komist
af með öllu skemmri vinnutíma en 8 klst. á dag, ef gera
á námsefninu góð skil, þó að kröfur um heimavinnu séu
að vísu mjög komnar undir einstökum kennurum, þar sem
um bekkjarkennslu er að ræða. I áður ívitnaðri grein Jó-
hannesar Björnssonar, dr. med., er talið líklegt, að 12—
13 ára börn í barnaskólum Reykjavíkur þurfi að vinna
um 60 stundir á viku, en síðan hún var samin, hefur viku-
stundum verið fækkað. í bóklegum framhaldsskólum, þar
sem fagkennarar einir kenna og námsefni er að kalla fast
skorðað, er miklu auðveldara að fara nærri um daglegan
vinnutíma. Leikur ekki vafi á, að enginn, nema ef til vill
örfáir afburða námsmenn, kemst þar af með minna en 10
stunda vinnudag til þess að ná viðunandi tökum á náms-
efninu, og eru til um þetta nægir vitnisburðir foreldra
og kennara. Ekki verður þó gerð nein tilraun til að gizka
á, hve mikill hundraðshluti nemenda vinnur raunverulega
svo lengi, en hann er sennilega stærri en margan grunar,
sem lítt hefur kynnt sér þessi mál. En það skiptir ekki
heldur meginmáli, með því að skyldunámsskólum er vita-
skuld óheimilt að gera til nemenda sinna kröfur, sem fyrir
fram er vitað um, að miður gefnir nemendur ráða alls
ekki við og hinir betur gefnu ekki án þess að vinna úr
hófi fram. Víst er, að vinnuharka í skólum hefur aukizt
stórum á undanförnum árum og að aldrei hafa verið gerð-
ar slíkar kröfur til nemenda nlmennt og jafnungra sem
nú. Að þessu hefur margt stuðlað, en líklega ekki sízt sam-
ræming sú og kvörðun (standarðísering), sem á komst
með nýju skólalöggjöfinni, þó að ekki hafi hún gefið beint
tilefni til þess. En óþarft er að rekja orsakir nánara hér.
Aðalatriðið er, að þjóðfélagið krefst nú tvímælalaust