Menntamál - 01.12.1957, Side 50
240
'MENNTAMÁL
á tónlist og ræður. Af ræðumönnum var fyrst frú Kerttu
Saalasti menntamálaráðherra Finna. Þá fluttu ávörp J.
Jörgensen menntamálaráðherra Danmerkur, Gylfi Þ.
Gíslason menntamálaráðherra fslands og E. Boyesen
fræðslumálastjóri Noregs, en hann mælti í forföllum
menntamálaráðherra Norðmanna, og I. Persson mennta-
málaráðherra Svíþjóðar. Að loknu hverju ávarpi var þjóð-
söngur heimaþjóðar ræðumanns leikinn. Þetta var áhrifa-
mikið, og tóku áheyrendur undir þjóðsöngvana einum
rómi að kalla, nema einn þjóðsönginn kunnu fáir. Þá var
þinginu flutt kveðja Kekkonens Finnlandsforseta, en síðan
flutti R. H. Oittinen fræðslumálastjóri Finnlands hátíðar-
ræðu. Að henni lokinni var þjóðsöngur Finna leikinn, en
þingheimur tók rösklega undir, og hátíðarstund þessari
var lokið.
Virðingin fyrir mannlífinu og einstaklingsþroskanum
auðkenndi mjög ávörp og setningarræðu, og með því er
einnig talinn kjarni og andi í ræðum flestra þingmanna.
Oittinen minnti á almenna uppeldisskyldu skólanna og
nauðsyn að efla einstaklingsþroska nemenda, ekki sízt af
því að foreldrar vikju sér í æ ríkari mæli undan uppeldis-
skyldu sinni, en ætluðu skólunum að taka við henni. Hann
benti rækilega á, að skilningur manna á hlutverki skóla
væri nú mjög að breytast, og léti það að líkum sakir þjóð-
lífsbreytinganna, end’a ykist einnig áhugi stjórnmála-
manna á skólamálunum. Endurbóta er þörf á mörgum
sviðum, m. a. taldi ræðumaður, að skólar skyldu sinna
meira en verið hefur lifandi námsefni, er nemendur hefðu
áhuga á, og veita leiðbeiningar um stöðuval og gæta
jafnvægis milli hagnýtrar fræðslu og kenningar. Hagnýtt
nám væri enn vanmetið.
Hann benti á nauðsyn þess að lýðfrjálsir þegnar temd-
ust við samfélagslega ábyrgð, góða dómgreind, athafna-
semi í samvirku starfi og þegnskap í viðhorfurn. Einnig
taldi hann skylt að glæða fremur en verið hefur skilning