Menntamál - 01.12.1957, Page 75
MENNTAMÁL
265
af anda festu og starfsáhuga, anda bjartsýni og bræðra-
lags.
Þar sem ég er vonlaus um, að næstu fulltrúaþing í
Keykjavík fái annan svip en þann, sem þar hefur verið,
leyfi ég mér að flytja hér þá tillögu, að fuiltrúaþing
stéttarinnar verði framvegis haldin til skiptis í einhverj-
um hinna ágætu heimavistarskóla okkar. Mundi þá allt
þinghald betur fara, árangur verða miklu meiri og góð
kynni takast milli fulltrúa.
Norðlenzkir kennarar geta hér af reynslu talað, því að
flest mót þeirra hafa verið haldin í heimavistarskólum,
frá því að samtök þeirra voru stofnuð. Þar hafa þeir
dvalið nokkra daga í friðsæld íslenzkra sveita, gefið sér
góðan tíma til afgreiðslu mála og átt saman ógleyman-
legar samverustundir.
Ég vona eindregið, að hin nýja stjórn S.Í.B. hafi hug-
rekki til að breyta þarna frá gamalli venju — og taki til-
lögu mína til greina.
Sig. Gunnarsson.
Athugasemd ritstjóra.
Um það bil ár er liðið, frá því að Menntamálum barst
framanskráð tillaga frá Sigurði Gunnarssyni skólastjóra.
Ég taldi þó ekki ástæðu til að birta hana fyrr, því að enn
er drjúgur frestur til næsta fulltrúaþings, en þó ekki svo
langur, að tillaga Sigurðar ætti að gleymast.
Br. J.