Menntamál - 01.12.1957, Side 83
MENNTAMÁL
278
kennarans, fyrsta leikfimishússins og þeirra íþrótta, sem
kennarinn lagði þar fyrir námssveina.
Carl Peter Steenberg, sem fæddist 1809, gekk í leik-
fimisskóla danska hersins. Hann gegnir störfum í danska
hernum, líkast til bæði í sjóher Dana og landher. Um
nokkurra ára skeið gegnir hann herþjónustu á Krosseyju,
nýlendu Dana í Vestur-Indíum. Virðist hann vera fyrir
skömmu kominn þaðan að vestan, er hann fær fyrrnefnt
embætti við lærða skólann í Reykjavík. Hér dvelur hann
ásamt konu sinni danskri, þar til hann er leystur frá em-
bætti 1877. Hann andast í Kaupmannahöfn 1881. Þorvald-
ur Thoroddsen segir í æviminningum sínum, að Steenberg
hafi unað hag sínum illa, eftir að hann fór héðan, og hafi
hann verið tíður gestur á Garði í heimsókn hjá íslenzk-
um stúdentum.
Hér í Reykjavík bjó Steenberg í suðausturhluta húss
þess, sem nú er verzlunarhús Haraldar Árnasonar. Mun
hann hafa fengið þá íbúð vegna þess, að í því sama húsi
\ar yfirdómur landsins háður, og var bæjarþingsréttur
Reykjavíkur þar haldinn. — En uppi á loftinu í vestur-
enda byggingarinnar var rammgert herbergi með járn-
grindum fyrir gluggum, það var fangaklefi bæjarins eða
„svartholið“. — Starfsmaður þessara stofnana var Steen-
berg. Hann var vörður svartholsins og rak ýmis erindi
yfirdómsins og bæjarþingsréttarins — og er því oft talinn
lögregluþjónn. Hvort þessi störf voru tilheyrandi embætti
hans eða aukastörf, þar eð hann hafði aldrei fleiri en 6
kennslustundum að sinna á viku í lærða skólanum, veit ég
ekki.
Þorvaldur Thoroddsen, sem var nemandi hjá Steenberg,
gefur honum þennan vitnisburð í ævisögu sinni: „Steen-
berg gegndi stöðu sinni með mikilli kostgæfni og alúð —
og fannst leikfimi hin langþýðingarmesta kennslugrein,
var hann alveg hissa, ef hann heyrði, að sumir þeirra,
18