Menntamál - 01.12.1957, Blaðsíða 95
MENNTAMÁL
285
araðferðarinnar. Tilraunirnar, sem hér er lýst, eru í'ransk-
ar og þýzkar. Þýzku tilraunirnar hef ég séð í raun, þar
sem ég hef getað fylgzt sérstaklega með skólamálum þar
í landi síðan 1954. Að lokum skal getið frumvarps til laga
um nýja skólaskipun, sem menntamálaráðherra stjórnar
Mollets lagði fyrir franska þingið í fyrra, þar sem það
bíður enn afgreiðslu.
Það er eðlilegt, að lausnar á vandamálum skólans verði
ekki leitað nema í fyrirkomulagi og starfsháttum skól-
anna, þótt þau séu öll mjög almenns eðlis og nái langt út
fyrir skólann og eigi rætur í þróun þj óðfélagsins sjálfs.
Að þessu leyti eru þau tæknileg vandamál. En því skyldi
aldrei gleymt, að í skólamálum eru öll fyrirkomulagsatriði
raunatriði og snerta ávallt sjálfan grundvöllinn, sem starf-
að er á.
Flestallir meinbugir á skólahaldinu, sem greindir hafa
verið að nokkru hér að framan, standa undir einum sam-
nefnara innan skólans: ofurmagni námsefnis. Meðan til
dæmis allt skólahald á miðöldum átti sér eðlilega þunga-
miðju í guðfræðinni, námsskipan húmanismans í fornum
fræðum, líkt og nám íslendinga fyrr á öldum var borið
uppi af sögu og bókmenntum landsins, og allt námsefni
annað skipaðist til rúms eftir verðgildi þessarar þunga-
miðju, varð lögmál upplýsingarinnar jafngildi allrar þekk-
ingar. Af því hlaut að leiða, að æ fleiri fög héldu innreið
sína í skólana og námsskrárnar. Viðgangur náttúruvís-
indanna varð til þess, að heill hópur áður óþekktra faga
varð nauðsynlegur, eðlisfræði, efnafræði, heilsufræði, líf-
fræði, svo nokkur séu nefnd. Þróun þjóðfélagsins sjálfs
varð til þess, að fög eins og bókfærsla eða félagsfræði,
nútímatungurnar og fleira urðu sjálfsögð kennslufög allra
almennra framhaldsskóla. Því almennari sem fræðslan
varð, því sjálfsagðara sem jafngildi allrar þekkingar varð
í hugum manna, því þyngra varð námsefnið á metunum.
Eftir því sem víðar var farið yfir og námið varð „exten-