Menntamál - 01.12.1957, Page 107
MENNTAMÁL
297
sína uppeldi barna sinna og heimilinu, en þær byrja aftur
kennslu, þegar börnin eru komin á legg. 54 % kennslu-
kvenna eru giftar, 12% ekkjur og 34% ógiftar. Þær giftu
eiga að meðaltali 1,4 börn. Flestar kennslukonur hafa
B.A.-próf og 18% meistarapróf. Meðalstarfsaldur 15,4 ár.
Kennslukaup á ári er um 4000 dalir, og er það 95% af
öllum árslaunum. 73% kenna í barnaskólum og er meðal-
fjöldi nemenda í bekk 30,8. Að jafnaði eyðir kennslukona
9,7 stundum á viku til undirbúnings dagsverks í skóla.
81% kvenna myndu velja kennslu að ævistarfi, ef þær
ættu kost að velja á ný. Kennslukona er áhugamaður í
kirkjunni og minnst einu félagi að auki.
Á síðast liðnum 4 árum hefur einn þriðji hluti starf-
andi kennara lokið prófum sínum. Á sama tíma hefur
46% allra kennara sótt sumarskóla í eitt eða fleiri skipti
til frama í starfi sínu.
Fjarvistir kennara vegna veikinda skólaárið eru til
jafnaðar 1,3 dagar á hvern þeirra. 54% karla og 44%
kvenna höfðu aldrei verið fjarverandi vegna veikinda það
ár. Aðeins 4,3% náðu 10 daga veikindum.
91% kennara eiga bíl að fullu eða í félagi við aðra í
fjölskyldunni. 61% eiga íbúð sína. 2% hafa 7000 dala
árslaun eða meir. 84% barnakennara í borgum eru bekkj-
arkennarar. 92% gagnfræðakennara eru fagkennarar. Af
gagnfræðakennurum kenna 15,5% móðurmálið, 13%
stærðfræði, 12,5% ýmsar greinar náttúrufræði, eðlis- og
efnafræði, 11% sögu og félagsfræði, 11% viðskipti, 6%
handavinnu, 5,2% erlend tungumál o. s. frv.
Hvað segja svo kennarar um nemendur sína?
35% segja, að siðferði þeirra sé ágætt og það sé mjög
auðvelt að stjórna þeim. 60% segja, að hegðun þeirra sé
að vísu góð, en það sé allerfitt að fást við þá. 5% segja,
að hegðunin sé mjög slæm og það séu vandræði að eiga
við þá.