Menntamál - 01.12.1957, Page 110
300
MENNTAMÁL
í einrúmi, því að áhugi foreldra beinist fyrst og fremst
að því að ræða við kennarann um sín börn, nám þeirra,
skólavist og vandamál, en slíkar persónulegar viðræður
geta ekki farið fram í margmenni.
Síðastliðinn vetur gerðum við í Miðbæjarskólanum í
Reykjavík tilraun í þessa átt. Kennsla var felld niður
einn dag, en í þess stað voru foreldrar boðaðir í skólann,
og færðu börnin þeim boðsbréfið. Kennarar voru til við-
tals, hver í sinni stofu þann tíma, er stundaskrá þeirra
sagði til um.
Kennarar höfðu áður skráð nöfn allra nemendanna í
bók og skrifuðu svo við nafn hvers þeirra þær athuga-
semdir og óskir, sem foreldrarnir létu í ljós um skóla-
vist nemandans og annað markvert, er fram kom í við-
talinu.
Álit okkar hér í skólanum er, að þessar viðræður hafi
gefizt mjög vel. Foreldrar virtust þakklátir fyrir þetta
tækifæri, sem þeim var veitt til að hitta kennarana og
ræða við þá og kynnast starfi skólans.
Hér á eftir er yfirlit yfir tölu þeirra foreldra, sem
komu.
Mættir
Aldursfl. foreldrar
7 ára 105 barna eða 70%
8 — 129 — — 76%
9 — 113 — — 72%
10 — 117 — — 73%
11 — 90 — — 58%
12 — 104 — — 73%
Alls 658 70.4%
Ennfremur mættu báðir foreldrar 70 barna.