Menntamál - 01.12.1957, Page 113
MENNTAMÁL
303
ráðnir 34 réttindalausir kennarar að föstum barnskólum,
og 54 af 80 farkennurum eru réttindalausir.
í skólum gagnfræðastigsins eru 254 fastir kennarar,
þar af eru um 40, sem ekki fullnægja þeim kröfum, sem
lög gera um menntun kennara við gagnfræðaskóla.
Ath.: Þessir réttindalausu menn eru því aðeins settir í
kennarastöður, að ekki bjóðist menn, sem hafa kennara-
próf. — Geta má nærri, að þetta háir æskilegum árangri
skólastarfsins. Geta má þess, að árin 1955 og 1956 hefur
Kennaraskólinn útskrifað alls 70 kennara með almennt
kennarapróf og 32 sérkennara.
V. Skólabyggingar.
Mikill hörgull er á skólahúsum, bæði fyrir barnaskóla og
gagnfræðaskóla, en þó er talsvert byggt árlega. — í fjár-
lögum 1956 er veitt fé til framhaldsbygginga barnaskóla á
24 stöðum og 18 nýrra skóla. Ennfremur fjárveiting til
viðgerða og viðbótarbygginga við alla héraðsskólana (7)
og 2 gagnfræðaskóla, svo og til eins nýs gagnfræðaskóla-
húss í Reykjavík. — Þeta er hærri fjárveiting — og til
fleiri skóla — en undanfarin ár. Mun þó mörgum þykja
oflítil fjárveiting til hvers skóla og of mörg ár taki að
ljúka byggingunni, enda þótt lög frá 1955 (um sameigin-
legar greiðslur ríkis og sveitarfélaga til skóla) geri ráð
fyrir 5 ára byggingartíma hið mesta. Árið 1955 var gerð
lausleg áætlun um fyrirsjáanlega byggingaþörf skóla
næstu 10 árin. Talið var, að rúmtak barnaskólahúsa þyrfti
að aukast um 223.000 m3. og gagnfræðaskóla um 69.000 m3.
Það mundi því kosta mikið fé að reisa þessi skólahús. Með
því verðlagi, sem húsameistari ríkisins reiknar nú með,
1000 kr. pr. m3, yrði upphæðin um 300 millj. kr.
Ath. Af framanskráðu má sjá:
a) íslendinga vantar fleiri skólahús vel gerð að húsmun-
um og kennslutækjum og
b) fleiri vel menntaða kennara.