Menntamál - 01.12.1957, Síða 117
MENNTAMÁL
307
stafsetningu og milda kröfur um sum efni hennar. Vill fundurinn t.
d. benda á, að z verði algerlega afnumin í skyldunámi unglinga,
dregið verði úr kröfum um y, ý og ey, stóran og lítinn upphafsstaf.
c) Bókmenntir: Fundurinn telur höfuðnauðsyn að bókmennta-
kynningu í barna- og unglingaskólum sé hagað svo, að hún auki
áhuga og skilning á bókmenntum og leggur áherzlu á að forðast
allt það, er leitt getur til námsleiða í þessari grein, svo sem einhliða
orðaskýringar, málfræðilega kennslu og óheppileg próf.
Ennfremur álítur fundurinn að ástæða sé til að endurskoða val
þess lesefnis, sem ætlað er til kynningar á unglingastiginu. Vei'ði
þess gætt betur en gert hefur verið í lestrarbókum hingað til, að
hinar völdu sögur og þó einkum Ijóð, séu í samræmi við hugðarefni
og þroska nemenda á hverju aldurskeiði. Þá væri einnig sjálfsagt
að taka með efni úr ritum yngstu höfundanna.
d) Rilgerðir. Fundurinn telur þörf á að veita kennurum leiðbein-
ingar um ritgerðakennslu, svo sem gert hefur verið með öðrum
þjóðum. Skorar fundurinn því á fræðslumálastjórn að láta semja
handbók fyrir kennara um þetta efni.
2. 13. aðalfundur Kennarasambands Austurlands haldinn á Seyðis-
firði dagana 14. og 15. sept. 1957 fer þess eindregið á leit við yfir-
stjórn fræðslumála, að hún veiti fé til þess að koma á fót miðstöð
tyrir sálfræöilega þjónustu, þar sem skólasálfræðingar væru starf-
andi og gætu annazt sálfræðileg vandamál i skólum landsins.
Bendir fundurinn á, að hugsanlegt væri að skipuleggja mætti slíka
Jjjónustu á svipaðan hátt og starf námstjóra eða jafnvel tengja Jiaii
störf saman.
3. 13. aðalfundur Iíennarasambands Austurlands haldinn á Seyðis-
firði 14. og 15. sept. 1957 beinir eindregið Jreint tilmælum til fræðslu-
málastjórnar, að hún hlutist til um, að smærri skólum landsins sé
gert fjárhagslega kleift að stofna til hjálparkennslu fyrir börn, sem
erfiðlega gengur að fylgjast með í náminu.
4. 13. aðalfundur Kennarasambands Austurlands haldinn á Seyðis-
firði 14. og 15. sept. 1957 beinir þeim tilmælum tii yfirstjórnar
menntamála, að komið verði upp aðstöðu til framhaldsmenntunar
í landinu fyrir barnakennara sem allra fyrst.
5. 13. aðalfundur Kennarasambands Austurlands fagnar þeirri
vakningu, sem virðist hafa átt sér stað í baráttunni fyrir endur-
heimt handritanna, m. a. með ósk ríkisstjórnarinnar um sameigin-
lega nefndarskipun Dana og íslendinga, sem fjalli um lausn málsins.
Sömuleiðis beinir fundurinn þökkum sínum til Bjarna M. Gísla-
sonar rithöfundar fyrir hans góðu aðild að málinu.