Menntamál - 01.12.1962, Síða 11
MENNTAMÁL
XXXV. 3
OKT.—DES.
1962
KRISTINN BJÖRNSSON:
Skólafælni.
i.
Heiti þessarar greinar er þýðing á enska orðinu „school-
phobia“. Með því er átt við vissa tegund geðrænna vand-
kvæða, sem lýsa sér í því, að barn fæst ekki til að sækja
skóla eða gefst upp við það. Skólafælni í þessum skilning
er fremur sjaldgæf, en þó alvarleg veila, sem leitt getur
til óheppilegrar þróunar, ef afskiptalaus er látin. Síðan sál-
fræðideild skóla í Reykjavík tók til starfa, hafa fáein börn,
er liðu af skólafælni, komið þar til athugunar. Einnig hef
ég fengið slík börn til meðferðar áður, og því haft af þeim
nokkur kynni.
II.
Ástæður þess, að börn sækja illa skóla eða fást ekki til
þess, eru margvíslegar og oftast aðrar en skólafælni ;
þeirri merkingu, sem hér er átt við. Þykir því rétt að
byrja á að gera grein fyrir, hvað ekki er skólafælni, þótt
vandkvæðin séu fólgin í lakri skólasókn.
Ein algengasta ástæða lélegrar skólasóknar er vafalítið
sú, að foreldrar sjá ekki tilgang námsins eða vilja ekki
hafa fyrir því að sjá um, að börn þeirra sæki skólann
reglubundið. Margs konar veilur foreldra geta valdið þessu,
geðveiki, ofdrykkja, lyfjaneyzla, vitsmunaskortur á háu
stigi eða aðeins sérhlífni og værukærni. Einkennandi dæmi
15