Menntamál - 01.12.1962, Page 12

Menntamál - 01.12.1962, Page 12
226 MENNTAMÁL þessa eru foreldrar, sem geta ekki lagt á sig að vakna nægilega snemma til að senda börnin í skóla. Þau koma því tíðum kennslustund of seint, ef þau eru í skóla snemma dags. Þetta er ekki þægilegt, bæði vegna félaga, sem spyrja um skýringu, og aga skólans, sem krefst þess, að allir mæti stundvíslega, ef gildar ástæður hindra ekki. Afleiðingin verður stundum sú, að barnið gefst upp við skólasóknina. Önnur algeng ástæða lélegrar skólasóknar er einfaldlega sú, að barninu finnst þægilegra að losna við það erfiði og ábyrgð, sem skólavist fylgir. Það óskar frekar að leika sér eða gera eitthvað annað, og foreldra skortir jafnframt lagni eða myndugleika til að fá barnið til samvinnu. Það skrópar þá eða leitar annarra leiða til að þurfa ekki að sækja skóla. I vissum tilvikum getur skipulag námsins stuðlað að þessu, t. d. ef nám er of þungt eða of létt. Allt of þungt nám dregur kjark úr nemandanum, er hann finn- ur, að hann nær aldrei árangri þeim, sem til er ætlazt. Hann reynir þá stundum að forða sér frá lítt þolanlegu ástandi með því að hætta að sækja skóla. Vandkvæða af þessu tagi mun einkum verða vart í unglingadeildum skyldunámsins, þar sem námsskrá og skipulag tekur ekk- ert tillit til mismunandi getu nemenda og tornæmum unglingum og vangefnum er ætlað sama námsefni og þeim, sem eiga auðvelt með nám. Þegar nám er aftur á móti of létt, er hætt við, að barn- ið sjái tilgangsleysi þess að verja í það tíma, leiðist það og missi áhuga. Þetta kemur stundum fyrir, þegar greind börn lenda í bekk með tornæmum eða byrja í 1. bekk barnaskóla að nema aftur það, sem þeim var kennt í smá- barnaskóla árið áður. Þau gera þó sjaldan beina uppreisn, heldur læra að sitja aðgerðalítil, og kemur fyrir, að þau dragist aftur úr hinum, sem minni hæfileika hafa. Getur þá verið leitað til sálfræðings með þau vegna lítils náms- árangurs eða þau hafa gefizt upp á að sækja skóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.