Menntamál - 01.12.1962, Page 14
228
MENNTAMÁL
fyrir, að framkoma kennara sé þannig, að hún stuðli að
skólafælni hjá viðkvæmu barni. Reynslan sýnir þó, að
þetta eru algerar undantekningar. Nálega alltaf hefur
samkomulag kennara og barnsins verið mjög gott, enda er
oftast um hlýðin skyldurækin börn að ræða.
Athyglin beinist þá að skólasystkinum. Mjög sjaldgæft
er, að rekja megi erfiðleikana til andúðar þeirra eða
áreitni. Flestum hefur þvert á móti verið vel við barnið
eða þau hafa látið það afskiptalaust. Dæmi veit ég þess,
ða bekkjarfélagar fóru um langt skeið heim til telpu, er
leið af skólafælni, og sóttu hana, þegar hún kom ekki, og
fannst það sjálfsögð hjálpsemi.
Hugsanlegt er, að lýti eða sýnileg fötlun eigi þátt í skóla-
fælni. Venjulega er þó slíkt fremur talið fram sem tylli-
ástæða en raunverulega sé um að ræða stríðni annarra
eða afskipti vegna lýtis eða sérkennilegs útlits.
Sjaldan finnast nokkrar gildar ástæður í skólanum. Ligg-
ur þá næst að leita orsaka á heimili barnsins eða í geðlífi
þess sjálfs.
Þess má geta, að skólafælni er stöku sinnum eitt af fleiri
einkennum geðsjúkdóms á byrjunarstigi. Henni fylgir þá
almennara áhugaleysi á umhverfinu og fleiri sérkenni.
Þetta er þó fremur sjaldgæft, og mun ekki nánar rætt hér.
Þegar athugað er uppeldi barnsins og geðtengsl þess við
foreldra, kemur oftast í ljós, að þar liggja rætur meinsins.
Þessi tengsl eru venjulega gölluð, og skólafælni er eitt
þeirra einkenna, e. t. v. hið alvarlegasta, sem af þessu
leiðir. Algengt er, að barnið eigi ekki aðeins erfitt með
að fara í skóla, heldur líka að fara að heiman, nema ein-
hver viss aðili fjölskyldunnar sé með því. Sýnir þetta
glöggt, hvar rót vandkvæðanna liggur. Erfiðleikarnir eru
þá ekki fyrst og fremst fólgnir í því að koma í skólann
og mæta því, sem þar ber að höndum, heldur í því að yfir-
gefa foreldri og vera fjarri því nokkurn tíma dags. Or-