Menntamál - 01.12.1962, Side 16
230
MENNTAMÁL
anir þær, sem gera þarf, þegar vitað er, að erfiðleikarnir
stafa af skólafælni eru aðalega þrenns konar.
í fyrsta lagi þarf að koma í veg fyrir, að barnið hætti
námi, meðan ekki tekst að koma því í skólann. Stundum
verður þá að grípa til heimakennslu í bili, t. d. fá kennara
til að koma heim daglega til að skipuleggja heimanám og
fylgjast með því. Heppilegt getur verið að velja til þess
kennara, sem síðar gæti tekið barnið í bekk sinn. Kennsla
eða námseftirlit þann tíma, sem barnið er ekki í skóla,
er mikilvægt, bæði til að það dragist ekki aftur úr í námi
og komið verði í veg fyrir ávinning af heimaveru þess.
Mörgum finnst þægilegt að losna við dagleg störf og
skyldur. Ef barnið verður að læra, þótt það sé heima,
eru að nokkru tekin frá því þægindi þau, sem af heima-
verunni getur annars leitt.
í öðru lagi þarf sem fyrst að fá barnið aftur í skóla og
beita til þess öllum ráðum. Stundum gefst vel að skipta
um skóla eða kennara. Það skal þó ekki gera af handa-
hófi, heldur aðeins ef líkur eru til, að nýr kennari væri
heppilegri eða líklegri til að fá barnið til samvinnu. Stund-
um getur kennari, sem tekur barnið í einkatíma, fengið
það til að koma í bekk til sín. Stundum má jafnvel fá að-
stoð bekkjarfélaga til að koma því í skóla.
f þriðja lagi þarf að hefja meðferð í lækningarskyni
(sállækningar) til að leiðrétta þau viðhorf foreldra og
f jölskyldutengsl, sem eru aðalástæður erfiðleikanna. Æski-
legt er að halda þessu áfram um skeið, þó að barnið fáist
í skóla, svo að sömu vandkvæði endurtaki sig ekki fljót-
lega og komið verði í veg fyrir óheillavænlegri geðræna
þróun.
Að síðustu vil ég leggja áherzlu á, að skólafælni er al-
varlegt taugaveiklunareinkenni, þótt hún sé fremur fátíð.
Sjaldan er vænlegt til árangurs að reyna að lækna slík
einkenni án þess að finna fyrst undirrót þeirra og revna
að nema hana burt. En þetta einkenni er í nokkurri sér-