Menntamál - 01.12.1962, Page 20
234
MENNTAMÁL
sjálfra. Þeir verða á hverjum tíma að sanna með starfi
sínu, að þeir verðskuldi virðingu. Þeir sem það vanrækja,
spilla einni dýrustu sameign kennarastéttarinnar.
Samheldni íslenzkra húsmæðrakennara hefur verið með
ágætum, en samfélag við starfsfélaga og stéttarsystur er
eitthvert það bezta meðal til að stæla kjark og efla starfs-
löngun. Vil ég sérstaklega benda yður á þetta, ungu hús-
mæðrakennarar, hve mikla hressingu og uppörvun það
getur veitt að sækja fundi og námsskeið og leitast stöð-
ugt við að fylgjast með því, sem er að gerast. Löng starfs-
ævi er framundan og margt breytist á heilum mannsaldri,
kennari má því aldrei standa í stað, en verður af fremsta
megni að varðveita hæfileikann til að svara nýjum áhrif-
um, ekki þó á þann hátt að fylgja annarra dæmum, hvort
þau eru góð eða ill, heldur með því að velja úr því nýja
allt nýtilegt og lífvænlegt, en hafna hinu. Starfshæfi yðar
er ekki svo mjög háð aldri, heldur því, hve vel yður tekst
að samlaga reynslu yðar nýjum aðstæðum, — að eignast
þekkingu í stað þess að fá hana að láni. Ég óska, að yður
megi auðnast það.