Menntamál - 01.12.1962, Page 22
236
MENNTAMÁL
an mjög fjölþætt og yfirgripsmikil. Þar er m. a. rætt um
dagleg störf bókavarða, umsjón með lesstofum, skrásetn-
ing bóka, flokkun þeirra, bókaval mynda- og smábarna-
bóka, barna- og unglingabóka. Einnig leiðbeiningar um
val ýmissa handbóka og vísindarita. Þá er kennd notkun
bóka og hvernig er heppilegast að leggja verkefni fyrir
nemendur. Þá fara fram umræður um höfunda og efni bóka
o. m. fl.
Kennarar á þessum námskeiðum eru hinir færustu menn
á þessu sviði, sem hafa staðgóða þekkingu til að bera og
langa starfsreynslu að baki.
í þeim skólum sem ég heimsótti var fyrirkomulag bóka-
safnanna með svipuðu sniði. Að vísu voru bókasöfnin
mjög mismunandi stór og fór það að sjálfsögðu nokkuð
eftir aldri og stærð viðkomandi skóla. Stærsta skólabóka-
safnið, sem ég skoðaði, var í Grundtvigsskólanum, og
taldi það um 15 þúsund bindi. Skólinn er 23 ára gamall
og sækja hann um 1300 nemendur.
Skólabókasöfnin fá bækurnar sendar frá aðalbókasafn-
inu í Kaupmannahöfn. Þó fá allir skólar nokkra fjárupp-
hæð til kaupa á nýjum bókum. T. d. fékk Grundtvigsskól-
inn á þessu skólaári d. kr. 36.000.00 til bókakaupa.
Bókavörður skrásetur og stimplar allar nýjar bækur.
Einnig vélritar hann sérstaka lista með höfundar- og bóka-
heitum, ásamt stuttri skýringu á efni viðkomandi bóka.
Þessir listar eru síðan hengdir upp í bókasafninu, svo að
kennarar og nemendur geta kynnt sér efni þeirra.
I stærri skólum er stundum komið fyrir í kennarastof-
unni eins konar auglýsingarhillu. Þar raðar bókavörður-
inn upp tveimur til þremur bókum, nýjum eða gömlum
eftir atvikum. Síðan skiptir hann gjarnan vikulega um
bækur. Auk hinna nýju bóka er þetta góð kynning á göml-
um bókum safnsins, sem máske hafa fallið í gleymsku.
Þá er þetta til hagræðis fyrir unga kennara, sem eru að
byrja í starfi.