Menntamál - 01.12.1962, Síða 28
242
MENNTAMÁL
inn á lesstofu, ef þau hafa ekki samfellda stundaskrá og
þurfa að bíða eftir kennslu, t. d. sérgreinum.
Annar þátturinn í starfsemi lesstofanna er, að þar fer
fram kennsla í notkun bókasafna. Það er einn liðurinn í
móðurmálskennslunni. Strax í yngri bekkjunum, þegar
börnin eru orðin stautlæs, þarf að kenna þeim að notfæra
sér skólabókasafnið. Með lestrarkunnáttunni opnast börn-
unum nýr heimur. Það er hlutverk kennarans að leiðbeina
ungmennunum, auka skilning og glæða löngun til lestrar
góðra og fræðandi bóka.
Talið er hæfilegt, að kennsla í notkun bókasafna byrji í
10 ára bekkjum og viðkomandi bekkjarkennari annist hana
í samráði við og eftir leiðbeiningum bókavarðar.
Nemendur eru oft látnir byrja á því að gera grein fyrir
bók, sem þeir hafa nýlokið við að lesa. Þetta er bæði hægt
að gera munnlega eða skriflega og getur fjallað um allt
í senn, höfund, efni og útlit viðkomandi bókar. Kennari eða
bókavörður leggur t. d. eftirfarandi spurningar fyrir nem-
andann:
Hvað heitir bókin?
Hver hefur skrifað hana?
Hve margar blaðsíður er bókin?
Hvernig er kápumyndin?
Eru myndir í bókinni?
Hvar skeður efni bókarinnar og hvenær?
Hvað heitir aðalsöguhetjan?
Er þetta einkum stúlku- eða drengjabók?
Hvað finnst þér skemmtilegast í bókinni?
Finnst þér, að félagar þínir ættu að lesa þessa bók?
Þetta er í senn fjölþætt, skemmtilegt og þroskandi við-
fangsefni.
Stafrófið er eitt hið fyrsta sem börnunum er kennt. Það
er grundvallaratriði, að þau kunni það vel. Það er auðvelt
að finna ýmsar leiðir til að æfa stafrófið, t. d. með því að