Menntamál - 01.12.1962, Page 30
244
MENNTAMÁL
SIGURJÓN BJÖRNSSON:
Sálfræðileg próf (test).
Aðal rannsóknartæki sálfræðinga, hvort heldur þeir
vinna hagnýt eða fræðileg störf, eru hin svokölluðu sál-
fræðilegu próf. Markmið þeirra er að afla sem fyllstrar
og áreiðanlegastrar þekkingar á sálarlífi einstaklinga eða
hópa á sem skemmstum tíma. Mikið kapp er lagt á, að próf-
in séu sem hlutlausastur mælikvarði og að sem auðveld-
ast verði að bera saman niðurstöður frá mörgum einstakl-
ingum.
Til er mikill aragrúi sálfræðilegra prófa, margvísleg að
gerð og tilgangi og mjög mismunandi að gæðum. Hér
verður engin tilraun gerð til að gera kerfisbundna grein
fyrir öllum þeim prófum, sem til eru, heldur verða einung-
is valin nokkur próf af þeim sem þekktust eru og viður-
kenndust og þeim lýst að nokkru og notkun þeirra.
Sálfræðileg próf má flokka með ýmsu móti, en engin
ein flokkun er tæmandi. T. d. má miða við hvaða svið sál-
arlífsins prófinu er ætlað að rannsaka (greind, sérhæfi-
leika og skapgerð), hvort prófin eru notuð fyrir börn eða
fullorðna, hvort þau eru einstaklingspróf eða hóppróf,
munnleg, verkleg eða blönduð. Hér verður getið tvenns
konar prófa: almennra greindarprófa og persónuleika-
prófa.
A) Almenn greindarpróf.
Þessum prófum er ætlað að mæla það sem kalla má al-
menna greind, skynsemi eða vit. Nú er það að sjálfsögðu
nauðsynlegt grundvallarskilyrði á hverju prófi, að það