Menntamál - 01.12.1962, Page 33
MENNTAMAL
247
menn þessarar bandarísku
aðlögunar og endurbóta
eru sálfræðingarnir Ter-
man og Merrill, enda er
prófið venjulega nefnt Ter-
man-Merrill-próf. Hér á
Islandi var greindarpróf
Binet lagað að íslenzkum
staðháttum og endurbætt
af Dr. Matthíasi Jónassyni
og tekið í notkun árið 1956.
Binet-prófkerfið er not-
að til að meta greindar-
þroska barna frá 2—16 ára
aldurs. Það er einstaklings-
próf og verkefnin eru bæði
munnleg og verkleg. Verk-
efni prófsins eru geysi-
mörg og margvísleg (t. d.
skilgreina orð, hafa eftir setningar, þekkja myndir, lýsa
myndum og segja sögu um þær, muna röð af tölum, sem
hafðar eru yfir, byggja úr kubbum, o. s. frv.). Þeim er
raðað þannig niður, að prófinu er skipt niður í 12 aldurs-
stig og í hverju aldursstigi er ákveðinn fjöldi verkefna
(frá 2—5 ára eru 12 verkefni í aldursflokki, frá 6—14
ára eru 6 verkefni í aldursflokki, síðan bætast við 24 verk-
efni fyrir elztu og greindustu börnin). Það sem ræður vali
verkefna í aldursflokka er þyngd þeirra. Er hún ákvörðuð
þannig: 75% allra barna eiga að geta leyst öll verkefni í
þeim flokki, sem samsvarar aldri þeirra, 80—100% allra
barna leysa verkefni í næsta flokki fyrir neðan lífaldur
sinn, 50—60% í næsta flokki fyrir ofan lífaldur.
Árangur barnsins í prófinu er gefinn til kynna með
tveim hugtökum: greindaraldur (gra.) og greindarvísi-
tala (grv.). Greindaraldur er fenginn þannig: Fyrst er