Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 35
MENNTAMAL
249
6 4/12
------- X 100 = 109.
5 10/12
Allir sálfræðingar nota hugtökin greindaraldur og
greindarvísitölu með varúð. Leggja menn mikla áherzlu
á rýmri túlkun niðurstaðna heldur en hægt er að gera með
einni tölu. Eigi grv. að vera góður mælikvarði á greind
barnsins, þarf barnið að vera í góðu andlegu jafnvægi.
Nú er að sjálfsögðu reynt að haga öllum aðstæðum við
prófunina þannig, að barnið njóti sín sem bezt. En ekki
er það alltaf nægilegt, þar eð jafnvægisskorturinn getur
verið „hafinn yfir stund og stað“, ef svo má að orði kom-
ast. Slíkt ástand hefur iðulega þau áhrif, að greind barns-
ins fær ekki notið sín sem skyldi, og útkoman úr prófinu
verður lægri en vera ætti. Það er að vísu ekki hlutverk
greindarprófs að rannsaka andlegt ástand yfirleitt, en
engu að síður kemur slíkt ávallt fram að vissu marki í
góðum greindarprófum. Sjá má, hversu barninu lætur að
einbeita sér, hvert úthald þess er og hvernig geðræn við-
brögð þess eru við prófinu. Því er ekki rétt að líta aðeins
á greindarvísitöluna, heldur verður einnig að spyrja,
hvernig hún sé fengin. Á hve mörg aldursstig dreifast
lausnirnar? Hvers konar verkefni láta barninu bezt eða
verst? o. s. frv.
Greindarpróf af Binet-gerðinni eru ekki gerð fyrir yngri
börn en tveggja ára. Lengi hefur mönnum verið ljóst, að
þörf var á að geta metið andlegan þroska yngri barna
nokkurn veginn hlutlægt. Því fyrr sem foreldrar og aðrir
uppalendur gera sér grein fyrir andlegum ágöllum barna
og vita hvers eðlis þeir eru, því auðveldara verður að
veita þeim það uppeldi, er verður þeim að beztu gagni.
Ennfremur getur greindarprófun oft verið gagnleg á
börnum, sem taka á í varanlegt fóstur eða ættleiða.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að búa til nothæf