Menntamál - 01.12.1962, Page 36
250
MENNTAMÁL
Áhölcl notuð i Gesell-prófi.
smábarnapróf, og eru þrjú þeirra þekktust: próf austur-
ríska barnasálfræðingsins Charlotte Biihler, próf banda-
ríska barnalæknisins Arnold Gesell og próf bandaríska
sálfræðingsins Psyche Cattell. Síðast nefnda prófið er af
flestum talið bezt, enda er það yngst. Því er ætlað að prófa
börn frá 2 mán. til 2% árs, og rennur það saman við Ter-
man-Merrill prófið á efstu aldursstigunum. Prófið er
byggt upp eftir sömu höfuðreglum og Binet-próf, verk-
efnum skipað saman í aldursflokka (aldursstig eru þar
reyndar reiknuð í mánuðum, en ekki 1 árum), hvert verk-
efni gefur ákveðinn greindaraldur, og reiknaður er út
greindaraldur og greindarvísitala. Val verkefna hlýtur þó
að verða talsvert frábrugðið því sem verður í prófi fyrir
eldri börn. Einkum verða munnlegu prófin mun færri, en
í stað þeirra koma margs konar verkleg próf, sem reyna á
þroska skynfæra og hreyfifæra og samhæfingu þeirra
(sensori-motorisk verkefni), skilning, athygli, minni o.
fl. o. fl.
Ýmsir hafa komið fram með þá gagnrýni, studda rann-