Menntamál - 01.12.1962, Síða 42
256
MENNTAMÁL
um leysi verkefnin verr eða betur en hann. Þess háttar
röðun er nefnd percentil-röðun. (hundraðsröð). Dæmi: A
leysir 16 verkefni rétt, og í ljós kemur, að 98% þeirra, sem
prófaðir voru í sama aldursflokki leysa fleiri verkefni, þ. e.
A leysir verkefnin jafnvel eða betur en 2% hópsins. Er þá
sagt, að hann raðist í hundraðsröð 2. Væri nú annað mat á
prófinu, þannig að A leysti prófið jafnvel eða betur en 75%
hópsins, væri hann í hundraðsröð 75. Samkvæmt þessu
skiptir Raven lausnum einstaklinga innan tiltekins aldurs-
stigs í 9 hópa:
Stig I hdrsr. 95—100 (intellectually superior)
— TT — 75—95 (definitely above the average)
II + - 90—95
- III — 25—75 (intellectually average)
- III + — 50—75
- III 1-7- — 25—50
IV — 5—25 (definitely below average)
IV -r- — 5—10
- V — 0—5 (intellectually defective)
Raven hefur gert töflur yfir alla aldursflokka frá 5Va
til 65 ára og með því að fletta upp í þeim fæst hundraðsröð
hins prófaða í réttum aldursflokki. Auk þess er dreifing
réttra lausna tekin til athugunar í niðurstöðum. Hefur
Raven gert töflur yfir eðlilega dreifingu og tekur fram, að
sé frávik lausna meira en + 2 eða h- 2, geti niðurstaða
prófsins ekki talizt öruggur mælikvarði á getu hins prófaða.
(Sumir vilja álíta, að athugun frávika geti gefið „diagnost-
iskar“ vísbendingar, en slíkt eru einungis fullyrðingar, sem
ekki eru nægilega kannaðar).
Hér skal að lokum tekið dæmi um útreikning á niður-
stöðum úr Raven-prófi:
B. leysir rétt: 12, 11, 9, 8, 5 verkefni eða alls 45 af 60.
Flett er upp í töflum um eðlilega dreifingu og þar finnst,