Menntamál - 01.12.1962, Page 43
MENNTAMÁL
257
að fyrir 45 réttar lausnir er hún: 12, 10, 9, 9, 5. Frávikin
verða þá: 0, + 1, 0, -r-1, 0. Dreifing er því eðlileg og nið-
urstöður gildar. Nú er hundraðsröð prófaðs fundin. Iíann
er 35 ára og skv. töflu gefur lausnartalan 45 hundraðsröð
75 fyrir 35 ára einstakling. Heildarniðurstöður eru settar
upp á eftirfarandi hátt:
Fjöldi lausna: 45.
Stig III +, hundraðsröð 75.
Frávik: 0, + 1, 0, -s-1, 0.
Raven-próf má nota sem hóp-próf fyrir stálpuð börn og
flesta fullorðna. Það mun þó yfirleitt vera meira notað
sem einstaklingspróf. Hér á landi mun það hafa verið
eitthvað notað um nokkurra ára skeið. Áreiðanleiki prófs-
ins hefur reynzt sem hér segir: a) Við endurprófun á
stálpuðum börnum og fullorðnum hefur fylgnin reynzt
frá 0.70—0.90. Við endurprófun á yngri börnum er fylgn-
in mun minni. b) Fylgni
við önnur greindarpróf er
milli 0.40 og 0.75. Fylgni
Raven-prófsins er yfirleitt
hærri við verkleg próf en
við munnleg greindarpróf.
Bandaríkjamaðurinn Da-
vid Wechsler hefur gert
tvö greindarpróf, sem nú
eru orðin mjög þekkt. Er
annað prófið ætlað full-
orðnum, en hitt börnum.
Próf hans fyrir fullorðna
(Wechsler-Bellevue Intel-
ligence Scale) kom fyrst
út árið 1939. Barnaprófið
(WISC) var gert eftir
sömu lögmálum og prófið
David Wechsler.
17