Menntamál - 01.12.1962, Page 45
MENNTAMÁL
259
sú einkunn, er samsvarar greindarvísitölu í Binet-prófum.
Þar sem WAIS-prófið skiptist í tvo aðskilda hluta, munn-
legan og verklegan, getur prófaði einnig fengið munnlega
og verklega einkunn. Wechsler hefur síðan, á sama hátt
og Raven, skipt prófuðum niður í aldursflokka og reiknað
út hundraðsraðar-skiptingu innan hvers aldursflokks. Hins
vegar gefur hann ekki niðurstöðurnar upp í hundraðsröð,
heldur í grv., og svarar þá grv. til hundraðsraðar á eftirfar-
andi hátt:
Tafla 3. Samsvörun hundraðsraðar og grv.
Hundraðs- röð. Samsvar. greindarv. Hundraðs- röð. Samsvar. greindarv.
99 135 50 100
97 128 40 96
95 125 30 92
90 119 20 87
80 113 10 81
75 110 5 75
70 108 3 72
60 104 1 65
Með þessum útreikningi kemur ekki fram hnignun
greindar eftir aldri, þar sem prófaður er alltaf borinn
saman við sinn aldursflokk. Ef t. d. 25 ára og 65 ára menn
fá báðir grv. 115 þýðir það ekki, að þeir leysi prófið jafn-
vel, heldur aðeins, að þeir raðist í sömu hundraðsröð hvor
í sínum aldursflokki. (Til þess að fá grv. 115 þarf 25 ára
maður 136 mælitölueiningar, en 65 ára maður 114 mæli-
tölueiningar. Fái hins vegar 25 ára maður 114 einingar,
gefur það grv. 102).
Þar sem einkunnir verkefnaflokkanna eru allar færðar