Menntamál - 01.12.1962, Page 46
260
MENNTAMÁL
yfir á eitt einingakerfi, er hægt að gera línurit yfir hinar
11 lausnir úr prófinu. Með því móti verður samanburður
á einstökum verkefnaflokkum auðveldur.
Þetta „dreifilínurit“ eða „prófíl“ er mikið notað, og
hafa margir talið möguleika á að flokka prófílana í „diag-
nostiskar typur“ (taugaveiklun, geðveiki, heilaskemmdir)
út frá þeirri forsendu, að verkefnaflokkarnir séu misjafn-
lega næmir fyrir ýmsum tegundum andlegra vandkvæða.
Þetta mál er þó ennþá á rannsóknarstigi, svo að um það
skal ekki fjölyrt frekar.
WAIS-prófið er af flestum talið mjög vandað greindar-
próf, vafalaust langbezta einstaklingspróf fyrir fullorðna
sem til er. Verkefnafjöldi þess er það mikill og margbreyti-
legur, að góð yfirsýn fæst yfir andlega getu manna á mörg-
um sviðum. Skipting prófsins í verklegan og munnlegan
hluta er og til mikils hagræðis. Eftir fylgnireikningum
að dæma virðist prófið vera mjög áreiðanlegt og stendur
íslenzka stöðlunin sízt að baki bandarísku útgáfunni.
Fylgni við próf dr. Matthíasar Jónassonar reyndist vera
0.76 fyrir prófið í heild, við munnlega hlutann 0.72 og við
verklega hlutann 0.65. Þegar þess er gætt að h. u. b. 10 ár
liðu milli hinna tveggja prófana ,verður þetta að teljast
mjög góð samsvörun.
Eins og áður er getið, er orðið æði langt síðan farið
var að prófa með greindarprófum. Það lætur því að lík-
um, að mikil vitneskja hefur safnazt saman um greind
manna almennt. Hér verður ekki greint frá niðurstöðum
í þeim efnum. Aðeins skal drepið á atriði, sem beina hag-
nýta þýðingu hefur að vita um.
Það kom fljótt í ljós við greindarrannsóknir, að ef
prófaður var það stór hópur, að hann gat talizt gefa
áreiðanlega mynd af tiltekinni menningarheild, nálgaðist
dreifing greindarvísitölunnar mjög það að vera eðlileg. Þ.
e. langflestir eru meðalgreindir og %-tala þeirra, sem eru