Menntamál - 01.12.1962, Síða 49
MENNTAMAL
263
B) Persónuleika-'próf.
Það mun trauðla vera unnt að setja fram fullnaðarskýr-
greiningu á orðinu persónuleiki í stuttu máli. En svo að
gefin sé nokkur hugmynd um, hvað flestir sálfræðingar
eiga við, þegar þeir nota þetta orð, má segja, að persónu-
leiki sé annars vegar hið sálræna svipmót einstaklingsins
eins og það birtist í allri athöfn hans og gerir hann frá-
brugðinn öllum öðrum, hins vegar ræðir um þá hlið sálar-
lífsins, sem snýr að einstaklingnum sjálfum, þ. e. hvern
hátt hann hefur á að stjórna tilfinningum sínum, hneigð-
um og hvötum.
I samanburði við eiginleika eins og almenna greind, er
persónuleiki manns geysi fjölþættur og flókinn, enda hef-
ur það komið glögglega í ljós, þegar sálfræðingar hafa
freistað þess að ,,mæla“ eða meta persónuleikann. Þar hafa
menn átt að velja milli strangvísindalegra hlutlægra mæl-
inga, sem gátu greint ,,kvantitativan“ mismun einstakl-
inga, og huglægari aðferða, sem reyndu að grípa hina sí-
streymandi verðandi mannsálarinnar og gera grein fyrir
,,kvalitativum“ sérkennileik hennar. Og það hefur komið
áþreifanlega í ljós, að væri mikið kapp lagt á hinar ná-
kvæmu tölfræðilegu mælingar, fór hæglega svo, að menn
misstu sjónar af því sem mæla átti, persónuleikinn týnd-
ist. Af þessum ástæðum mun flestum sálfræðingum hafa
skilizt, að ekki er unnt að gera jafnháar vísindalegar kröf-
ur til persónuleika-prófa og t. d. greindarprófa. Persónu-
leika-prófin bera þess því merki, að örfá þeirra geta talizt
„próf“ í sömu merkingu og greindarprófin, sem byggjast
á vandlegri stöðlun, nákvæmu mati svara og tölfræðilegum
niðurstöðum. Að sjálfsögðu er alltaf reynt að fara eins
langt og unnt er í vísindalegri nákvæmni, án þess að missa
sjónar af aðalmarkinu. En fullyrða má, að mat og túlkun
persónuleika-prófa sé alltaf að talsvertmiklu leyti háð þjálf-
un, fræðilegri þekkingu og sálrænu innsæi prófandans. Per-
sónuleika-prófin liggja af þessum sökum mjög opin fyrir