Menntamál - 01.12.1962, Page 53
MENNTAMÁL
267
Blekmynd lík þeim, sem notaðar eru d
spjöldum Rorschachs.
lega var nokkrum blekdropum helt á blað, það síðan brot-
ið saman í miðjunni og blekinu dreift um blaðið. Þegar
það var tekið sundur, kom fram symmetrisk blekmynd.
Rohrschach valdi sér nú 10 blekmyndir tiltölulega ein-
faldar, en þannig, að þær líktust ekki of mikið neinu sér-
stöku og gætu því gefið hugarflugi prófaða gott svigrúm.
Þessar 10 myndir voru síðan prentaðar og límdar á hörð
spjöld. Prófið er því 10 „standard" myndir. Prófaða eru
sýndar myndirnar, ávallt í sömu röð og honum gert að
segja til um, hvað hann geti lesið út úr myndunum. Mynd-
irnar I, IV, V, VI, VII eru gerðar með svörtu bleki ein-
göngu og eru því grásvartar á hvítum grunni. Á mynd II
og III eru litlar rauðar slettur auk hins grásvarta. Mynd-
irnar VIII, IX og X eru í bláum, grænum, rauðum og gul-
um litum í ýmsum litbrigðum.
Enda þótt próf þetta sé mjög einfalt í sniðum og lítill
vandi að leggja það fyrir, er allt mat þess og túlkun mjög
flókið. Ekki skal hér reynt að gera neina tæmandi grein