Menntamál - 01.12.1962, Page 55
MENNTAMÁL
269
Útskýring á helztu skammstöfunum og hlutföllum í próf-
skýrslunni:
W...... Svarið tekur til allrar myndarinnar.
D...... Svarið nær yfir stóran hluta myndarinnar.
Dd .... Svarið nær yfir lítinn hluta myndarinnar.
Z...... Pr. sér hluta myndarinnar, en tengir þá saman
í stærri heild.
Ap .... Hlutfallsleg áherzla á W, D eða Dd í öllum 10
myndunum.
Seq . . . Röð svaranna með tilliti til W, D eða Dd.
M...... Mannverur á hreyfingu.
C ..... Svarið ákvarðast eingöngu af lit myndarinnar.
CF .. Svarið ákvarðast fyrst og fremst af litnum, en
lögun myndarinnar hefur einnig haft áhrif.
FC .... Svarið ákvarðast fyrst og fremst af lögun mynd-
arinnar, en einnig að einhverju leyti af litnum.
Y .... Svarið ákvarðast af óljósum gráum blæ mynd-
arinnar.
V .... Svarið ákvarðast af svart-gráa litnum, en skynj-
ast yfirleit í þrem víddum (fjarlægð, dýpt)
og í perspectiv.
T...... Svarið ákvarðast af snertiskyni (loðið, mjúkt).
Y, V, T . í svörunum koma fyrir samsetningarnar: Y, YF,
FY, V, VF, FV, T, TF, FT.
F -f- . . . Svarið ákvarðast af lögun myndarinnar og svar-
ið líkist í rauninni (eftir stat. útreikn.).
F — . .. Svarið ákvarðast af lögun, en líkist ekki.
F...... Svarið ákvarðast af lögun, en ekki er unnt að
ákveða, hvort það líkist eða ekki.
EB .... Hlutfallið milli M og C (C er metið þannig:
C = 1,5. CF = 1,0. FC = 0,5. M = 1,0).
H...... Prófaði sér mannverur.
Hd .... Pr. sér hluta af mannverum (t. d. hönd, fót
og fleira).