Menntamál - 01.12.1962, Page 68
282
MENNTAMAL
hann væri ekki svona reikull og hlypi úr einu í annað,
teiknaði ekki svona mikið o. s. frv. Sá, sem gerir kröfu
til að fá hjálp hjá félaga sínum, verður líka að leggja
sig fram af fremsta megni. Að öðrum kosti fær hann fljótt
að heyra, að það sé ástæðulaust fyrir hann að gagnrýna
aðra.
Nemendur finna líka aðra leið til að rannsaka sína eigin
frammistöðu. Þegar þeir fá að velja sér verk, er mikilvægt
að geta fylgzt vel með því, hverjir völdu hin ýmsu verk-
efni, og hvaða verkefni það voru, sem enginn valdi af
þeim, sem starfssviðinu tilheyra. Þegar áhugavakning-
unni er lokið, skrifar hver nemandi áætlun um starf sitt.
Að sjálfsögðu er þessi áætlun fjarska einföld, og gefur
aðeins ofurlitla vitneskju um, hvað nemandinn hugsar
sér að gera:
Dæmi 1.
Ég ætla að lesa um, hvar Ulrika Eleonora varð drottning
og hvar hún ríkti. Síðan ætla ég að skrifa um það.
Dæmi 2.
Ég ætla að teikna og segja frá Austur-Indlandsförum,
og svo ætla ég að lesa um Austur-Indlandsfélagið.
Síðan er áætlununum safnað saman, og ákveðin nefnd
skrifar niður, hverjir völdu hin ýmsu verkefni.
Þegar verkefninu er lokið, fá nemendurnir aftur áætl-
anir sínar, til þess að skrifa um það, sem þeir hafa gert.
Dæmi 1 og 2 hér að ofan fengu eftirfarandi umsagnir:
Dæmi 1.
Ég er ekki ánægður með vinnu mína. Ég hef teiknað
of mikið, svo að ég gat ekki skrifað eins mikið og ég hefði
viljað. Ég ætla að teikna minna næst.
Dæmi 2.
Ég teiknaði skip. Það varð of klunnalegt. Svo teiknaði ég