Menntamál - 01.12.1962, Side 80
294
MENNTAMÁL
urnir sjálfir geta veitt dýrmæta aðstoð, þegar þeir eru
að leita betri starfsaðferða, hjálpa hver öðrum o. s. frv.
Starfsuppeldisfræðin býður hin beztu tækifæri til félags-
legs og persónulegs þroska með því athafnafrelsi, sem nem-
endurnar fá, með flokkastarfinu og samvinnunni, með verk-
efnavali alls bekkjarins og vali einstakra flokka og nem-
enda á sérverkefnum, með þeirri samábyrgð, sem nemend-
ur hafa á góðum námsárangri hvers starfssviðs (interesse-
omráde), — sem kemur svo áþreifanlega í ljós á lokastig-
inu, — í frásögn nemendanna og mörgu í því sambandi.
Þá má enn fremur nefna í þessu sambandi, að nemenda-
gagnrýnin, sem jafnan kemur fram, einkum á lokastiginu,
— gagnrýni nemendanna hvers og eins á frammistöðu félag-
ana og svo sinni eigin, í samanburði við aðra, hún gefur
líka gott tækifæri til félagslegs þroska.
Ég hef þegar sagt, að þessi starfsaðferð er ekkert loka-
orð í hinum uppeldislegu rökræðum. Síður en svo. Við
verðum sjálf að ganga þann veg, sem við vísum nemendum
okkar: rannsaka eigin framkomu og úrlausnir til þess að
sjá og finna það, sem ábótavant er, og hvernig hægt er að
ráða bót þar á, — heilbrigð gagnrýni frá félögum og öðr-
um, samvinna við samstarfsmenn, sem vinna á sama
grundvelli, — í stuttu máli: sameiginleg viðleitni til að
leysa hið mikla úrlausnarefni, hvernig bezt sé að þroska
börnin til þess að verða göfugir, frelsisunnandi og ábyrg-
ir þegnar. — Við vitum vel, að skólinn getur ekki allt
þetta, en hann getur lagt góðan grundvöll. Hið persónu-
lega, félagslega uppeldi stefnir að takmarki, sem börnin
geta ekki að fullu skilið á skólatímanum: að bræðralagi
mannkynsins, að frelsi, sem byggt er á sterkri ábyrgðar-
tilfinningu. En þótt vegurinn að því marki sé langur og
erfiður, verðum við að gera það, sem Rydberg orðar svo:
að halda göngunni áfram og leggja okkur fram eftir beztu
getu.
Sigurður Gunnarsson þýddi.