Menntamál - 01.12.1962, Qupperneq 82
296
MENNTAMÁL
Almennir slcólar.
I Wichita, sem er borg með um 180 þúsund íbúum, eru
starfandi 33 opinberir barnaskólar, 13 unglingaskólar
(Junior High Schools) og 5 gagnfræðaskólar (Senior
High Schools) .
í barnaskólunum eru 6 aldursflokkar — eða 1.—6.
„gráða“, eins og það er kallað þar í landi — og koma
börnin í skólann 6 ára gömul. Næst fara þau í unglinga-
skóla og ljúka þar 3 „gráðum“, en það tekur venjulega
3 ár, en getur bæði tekið styttri tíma og einnig lengri.
Þar næst fara þau í gagnfræðaskólana og ljúka þar enn
3 „gráðum“ áður en þau fá prófskírteini, en það tekur
venjulega 3 ár, en getur einnig tekið bæði lengri tíma og
skemmri. Ef allt gengur eðlilega, verða nemendur 18 ára
árið sem þeir útskrifast úr gagnfræðaskólunum.
Skólaskylda er frá 6 ára aldri og þar til nemandi hefur
lokið 8. „gráðu“ eða verður 16 ára, hvort sem fyrr verður.
Um þriðjungur nemenda hættir námi, áður en þeir hafa
lokið gagnfræðaprófi, en um 60% þeirra, sem ljúka því
prófi, innritast í háskóla.
Um 500 bandarískir háskólar (Colleges og Universities)
krefjast sérstaks inntökuprófs, en um 1300 háskólar taka
nemendur inn eftir árangri á gagnfræðaprófi, þó með því
skilyrði, að þeir hafi valið sér tilskildar námsgreinar í
gagnfræðaskólunum.
Valfrelsi námsgreina.
í unglinga- og gagnfræðaskólunum geta nemendur valið
milli námsgreina (,,kúrsa“) eftir ákveðnum reglum. Hver
nemandi verður þó að læra ákveðinn lágmarksfjölda af
t. d. náttúrufræðigreinum, en hann getur að nokkru leyti
valið um, hvenær hann lærir þær og hverjar þeirra hann
lærir — allt eftir vissum reglum. Ljúki nemandi ekki grein-
inni með lágmarks árangri, verður hann að endurtaka
hana annað misseri.