Menntamál - 01.12.1962, Síða 84
298
MENNTAMÁL
innar, og þeir halda þar að auki á skólabókum sínum und-
ir handleggnum.
Starfstími.
Skólaárið hefst fyrst í september, og því lýkur síðast í
maí. Því er skipt í 2 misseri, og stendur hvort um sig í 90
kennsludaga, þannig að skólarnir starfa alls 180 kennslu-
daga á ári. Öll próf eru felld inn í kennsluna, og eru smá-
próf sem hafa áhrif á lokaeinkunnina, mjög tíð. Nemendur
fá einkunnir 4 sinnum á vetri, tvisvar á hverju misseri. í
lok hvers misseris skila kennarar einkunnum í skrifstofu
skólans og hafa þar með lokið starfi sínu.
Unglinga- og gagnfræðaskólar hefjast yfirleitt kl. 8,30
á morgnana, og allir kennararnir mæta þá til vinnu í skól-
anum og kenna 5 kennslustundir af 6 á dag í 5 daga vik-
unnar. Skólar starfa ekki á laugardögum. Hver kennslu-
stund er heil klukkustund — 60 mínútur —, en síðan er 5
mínútna hlé millikennslustunda, og bíður kennarinn þá í
kennslustofu sinni eftir að næsti nemendahópur komi
sér þar fyrir.
Um hádegið er víðast 35 mínútna matarhlé og matast
flestir nemendur þá í matsal skólans. Kennarar geta þá
einnig keypt sér máltíð í sérstökum kennaramatsal.
Hver kennari er laus eina kennslustund á dag, og hana
notar hann til að undirbúa næstu kennslustundir, gefa
einkunnir fyrir prófverkefni, gefa skýrslur um árangur
nemenda o. s. frv. Náttúrufræðikennarar þyrftu nauð-
synlega á slíkri stund að halda, aðrir kennarar væntan-
lega einnig. Engir kennarar fá aukagreiðslu fyrir stíla-
leiðréttingar eða annað þvílíkt, enda var mér sagt, að þeir
ættu ekki að þurfa að vinna neina vinnu eftir skólatíma.
Furðulegt þótti kennurum þar að heyra, að á íslandi væru
náttúrufræðikennarar meðal þeirra, sem lægst laun fengju,
þar eð aðrir fengju meiri eða minni aukagreiðslur.
Flestum skólum þar lýkur kl. 3-30 og þá eru kennarar