Menntamál - 01.12.1962, Side 87
MENNTAMÁL
301
/ Charles Curtis Intermediate School.
Unglingaskóli þessi er byggður í álmum og er nýbyggð
viðbót við hann á einni hæð, eldri hlutinn tvær hæðir.
Ég sat í mörgum kennslustundum í náttúrufræðideild skól-
ans, sem er í sérstakri álmu í nýrri hluta hússins.
Náttúrufræðiálman er með 8 kennslustofum, og er ein
þeirra sérstaklega ætluð til kvikmyndasýninga og slíks og
hefur sæti fyrir 60 nemendur. Hinar stofurnar eru hver
annarri líkar, en útbúnaður eftir því, hvort þar er kennd
eðlisfræði, almenn náttúrufræði eða annað.
Hver kennslustofa er 10 m löng og 16 m breið, með
15 nemendaborðum, sem ætluð eru fyrir 30 nemendur og
eru borðin rúmgóð, þar eð þau eru jafnframt vinnuborð.
Tveir þægilegir stólar eru við hvert borð og skápur fyrir
bækur nemandans í hólfi undir setu stólsins. Kennara-
borð eru 2, annað er skrifborð, hitt er vinnuborð með
vaski, vatnskrana og gaskrana. Að auki er eitt stórt vinnu-
borð fyrir nemendur til að vinna við að sameiginlegum
verkefnum og 4 aukastólar. Loks eru föst vinnuborð með-
fram 2*/2 vegg, alls um 30 m á lengd, og skápar undir
þeim. 1 þeim vinnuborðum eru 2 vaskar með tilheyrandi.
Skápar eru einnig yfir þeim, og stór skápur aftan við
kennaraskrifborðið fyrir handbækur, sem eru undir um-
sjón kennarans, 20 smásjár og ýmsa gripi. Þar við hliðina
er skólatafla, 4 m á lengd. Ofan við hana er rafmagns-
klukka. Eftir endilöngum veggnum gegnt skólatöflunni er
gluggaröð, samfelld, og rimlagluggatjöld fyrir.
Á veggborðinu liggja ýmsir náttúrugripir, sumir teknir
beint úr náttúrunni sjálfri, aðrir tilbúnar eftirlíkingar,
flestar úr plasti. Náttúrugripir eru einnig í veggskápnum,
sem eru með glerhurðum fyrir. 4 fiskabúr með lifandi
fiskum og gróðri eru í stofunni.
Stofurnar eru notaðar þversum, það er að segja, að
kennari er við annan langvegginn. Með því verður góð
dagsbirta um alla stofuna frá næstum 16 m löngum glugga