Menntamál - 01.12.1962, Síða 89

Menntamál - 01.12.1962, Síða 89
MENNTAMÁL 303 Mörg mál voru þar rædd, en einna mest áherzla lögð á nauðsyn bættrar kennaramenntunar. Lagt var til, að 5 ára háskólanáms verði krafizt af kennaraefnum. Rætt var um nákvæmara val kennaraefna með strangari inntöku- skilyrðum og margt annað í sambandi við þau mál. Þá var mikið rætt um sumarskóla og nauðsyn þeirra, og mun ákveðið að stofna til þeirra nú í sumar. Höfðu kennarar á því mikinn áhuga. Loks má geta þess, að kennarar töldu laun sín ekki í samræmi við kröfur þær, sem til þeirra eru gerðar, og samþykktu að fara fram á launahækkun. Byrjað var í vetur að kenna tungumál — spönsku — í sjónvarpi í Wichita á vegum fræðsluyfirvaldanna. Kennsla hófst kl. 7.30 að morgni, svo að nemendur í framhalds- skólum gætu haft af henni not. Engin kennsla var annars í sjónvarpi þar . Kostnaður af skólahaldinu er mikið ræddur og vex mörg- um í augum. Kansasríki greiddi á s. 1. ári tæpar 37 miljón- ir dala (um 1575 milljónir ísl. kr.) til opinberu skólanna í ríkinu, og um áramótin voru laun kennara hækkuð, síð- an var framlag til skólahaldsins hækkað í febrúar, og bú- izt var við talsverðum kostnaði af sumarskólahaldi, þótt ráðgert væri að innheimta gjald af nemendum í þeim. Þótti mörgum nóg um. En því fé er ekki kastað á glæ, sem varið er til mennt- unar nýrra kynslóða. Og óhætt er að segja, að Bandaríkja- menn gera sér grein fyrir því. Það ýtir líka undir, að þar- lend nefnd á vegum Vísindastofnunarinnar (National Science Foundation) telur, í áliti, sem birt var í vetur, að Rússar leggi gífurlega áherzlu á menntun í Ráðstjórnar- ríkjunum og útskrifi þegar hlutfallslega fleiri vísinda- menn en Bandaríkjamenn, sem áður stóðu fremstir á því sviði. í þeim gagnfræðaskóla (Southeast Highschool), sem ég heimsótti oftast, var ágæt náttúrufræðideild, enda skól- inn nýlegur — byggður 1957. Ég fékk þær upplýsingar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.