Menntamál - 01.12.1962, Síða 89
MENNTAMÁL
303
Mörg mál voru þar rædd, en einna mest áherzla lögð á
nauðsyn bættrar kennaramenntunar. Lagt var til, að 5
ára háskólanáms verði krafizt af kennaraefnum. Rætt var
um nákvæmara val kennaraefna með strangari inntöku-
skilyrðum og margt annað í sambandi við þau mál. Þá
var mikið rætt um sumarskóla og nauðsyn þeirra, og mun
ákveðið að stofna til þeirra nú í sumar. Höfðu kennarar
á því mikinn áhuga. Loks má geta þess, að kennarar töldu
laun sín ekki í samræmi við kröfur þær, sem til þeirra
eru gerðar, og samþykktu að fara fram á launahækkun.
Byrjað var í vetur að kenna tungumál — spönsku — í
sjónvarpi í Wichita á vegum fræðsluyfirvaldanna. Kennsla
hófst kl. 7.30 að morgni, svo að nemendur í framhalds-
skólum gætu haft af henni not. Engin kennsla var annars
í sjónvarpi þar .
Kostnaður af skólahaldinu er mikið ræddur og vex mörg-
um í augum. Kansasríki greiddi á s. 1. ári tæpar 37 miljón-
ir dala (um 1575 milljónir ísl. kr.) til opinberu skólanna
í ríkinu, og um áramótin voru laun kennara hækkuð, síð-
an var framlag til skólahaldsins hækkað í febrúar, og bú-
izt var við talsverðum kostnaði af sumarskólahaldi, þótt
ráðgert væri að innheimta gjald af nemendum í þeim.
Þótti mörgum nóg um.
En því fé er ekki kastað á glæ, sem varið er til mennt-
unar nýrra kynslóða. Og óhætt er að segja, að Bandaríkja-
menn gera sér grein fyrir því. Það ýtir líka undir, að þar-
lend nefnd á vegum Vísindastofnunarinnar (National
Science Foundation) telur, í áliti, sem birt var í vetur, að
Rússar leggi gífurlega áherzlu á menntun í Ráðstjórnar-
ríkjunum og útskrifi þegar hlutfallslega fleiri vísinda-
menn en Bandaríkjamenn, sem áður stóðu fremstir á því
sviði.
í þeim gagnfræðaskóla (Southeast Highschool), sem ég
heimsótti oftast, var ágæt náttúrufræðideild, enda skól-
inn nýlegur — byggður 1957. Ég fékk þær upplýsingar,