Menntamál - 01.12.1962, Side 91
MENNTAMÁL
305
betur var greitt. Af þessu mættu íslenzk stjórnarvöld
nokkuð læra.
Mikið var rætt um þessa launakröfu kennara, og á fundi
í fræðslustjórn borgarinnar 14. janúar 1962 var sam-
þykkt með 9 atkvæðum gegn 3 að hækka laun þeirra um
200 dali á ári, en það voru % af lægstu kröfum samtaka
þeirra.
Laun kennara þar fara annars eftir menntun þeirra og
starfsaldri. Að öðru leyti eru laun hin sömu í barna- og
framhaldsskólum, enda sömu menntunarkröfur gerðar til
þeirra. Kennarar sögðu mér, að nú væri tilgangslaust að
sækja um kennarastöðu þar fyrir aðra en þá, sem hefðu a.
m. k. B. A. eða B. S. próf. En fjöldinn allur af kennur-
unum í framhaldsskólunum hefur meiri menntun. Á tíma-
bili var þróunin þar sú, að kvenfólk eitt gerðist kennarar,
en nú hefur hún aftur orðið sem fyrr, og eru karlmenn
orðnir í miklum meirihluta í kennarastöðum við fram-
haldsskólana. Er þetta talið stafa af bættum launakjörum.
Byrjunarlaun kennara í Wichita voru um ármótin (fyr-
ir 200 dala hækkunina) 4.200 dalir á ári til þeirra, sem
höfðu aðeins B. A. eða B. S. próf, en meðallaun byrjandi
barnakennara reyndust 4.305 dalir (um 185 þús. ísl. kr.),
en meðallaun byrjandi framhaldsskólakennara 4.595 dal-
ir (um 197.500 ísl. kr.). Mismunurinn þarna stafar ein-
göngu af misjafnri menntun.
Laun kennaranna hækka svo eftir vissum reglum í 13 ár,
og einnig í hvert skipti, sem kennari bætir við sig mennt-
un, sem tekin er til greina af skólayfirvöldum. Þá hefur
yfirkennari hverrar deildar lítils háttar hærri laun, enda
störf hans nokkru meiri en hinna.
Kennaralaun eru annars misjöfn í hinum einstöku ríkj-
um. Samkvæmt skýrslum um s. 1. áramót voru þau lægst í
Arkansas, eða að meðaltali 3.340 dalir á ári (um 143.600
ísl. kr.), en hæst í Kaliforníu, að meðaltali 6.700 dalir (um
288.100 ísl. kr.).