Menntamál - 01.12.1962, Page 95
MENNTAMAL
309
ÁRNI GUÐMUNDSSON:
Ávarp að dansnámskeiði loknu.
Tilefni þessa fundar er það, að í dag lýkur námskeiði í
danskennslu fyrir kennara, sem Menntamálaráðuneytið
heimilaði fþróttakennaraskóla íslands að efna til.
íþróttakennaraskóli fslands hefur um árabil efnt til
námskeiða fyrir íþróttakennara og leiðbeinendur í íþrótt-
um, og nú síðast hefur verið boðað til námskeiðs, þar sem
kennurum var heimil þátttaka, án tillits til hvort þeir
hefðu aflað sér almennrar kennaramenntunar eða sér-
kennaramenntunar.
Húsnæðisskortur þjakar svo starfsemi íþróttakennara-
skóla íslands, að ekki hefur reynzt fært að halda námskeið
sem þetta í skólanum sjálfum, og hefur af þeim sökum
verið leitað út fyrir skólastaðinn. Jafnan höfum við mætt
skilningi og velvilja, eins og sjá má af því glæsilega hús-
næði, sem við erum nú stödd í.
Námskeið þetta hófst 3. september síðastliðinn og hef-
ur staðið óslitið síðan eða í 4 vikur, sem er óvenjulega
langur námskeiðstími á okkar mælikvarða.
Kennarar námskeiðsins hafa verið frú Sigríður Val-
geirsdóttir, ungfrú Mínerva Jónsdóttir, Stefán Edelstein
og undirleikari frú Unnur Eyfells.
Kennt var samtals í 6^2 kennslustund dag hvern. Náms-
greinarnar skiptust þannig: Ryþmik 48 st., söngdansar 24
st., þjóðdansar 30 st., samkvæmisdansar 42 st., erindi o.
fl. 12 st. Samtals voru kenndar 156 kennslustundir, og eru
það álíka margar kennslustundir og varið hefur verið til
þessara námsgreina við íþróttakennaraskóla íslands sein-
ustu árin.