Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 97
MENNTAMAL
311
skóla og skóli verið þekktur fyrir að taka upp danskennslu
á stundaskrá.
Heppilegast tel ég vera að byrja danskennsluna í formi
góðrar ryþmik-kennslu, eigi síðar en í 7 ára bekkjum
barnaskólanna. Ryþmik-kennslan myndi ekki aðeins hafa
þýðingu fyrir danskennsluna, heldur myndi slík kennsla
létta ótrúlega mikið undir með söngkennaranum.
Námsgrein þessa ættu söngkennarar að geta kennt á
borð við íþróttakennara. Ryþmik hefur verið námsgrein
í íþróttakennaraskóla íslands síðan haustið 1956.
Ryþmik-kennslan þróast smátt og smátt í létta barna-
dansa, sem hæfa aldri og þroska barnanna. Þá taka við
þjóðdansar og samkvæmisdansar. Hátindinum er fyrst
náð, þar sem listdansinn er og einstaklingar eða hópar
fólks tjá tilfinningar sínar og hugsanir í dansi. Þeim
áfanga ná aðeins fáir útvaldir snillingar.
Ef hafin yrði markviss kennsla í dansi í skólunum, þeg-
ar á fyrstu námsárunum, og henni haldið áfram allt til
loka skyldunámsins, myndi verða hægt að sigla framhjá
sumum þeim erfiðleikum, sem gelgjuskeiðið hefur oft í
för með sér, hvað snertir feimni og hlédrægni ungling-
anna í samskiptum þeirra innbyrðis, framkomu og dag-
legri umgengni þeirra við samborgarana.
Sé unnið markvisst að danskennslunni, ættu unglingarn-
ir auðveldlega að geta stigið dans svo sómi og ánægja
væri að, þegar þeir koma í gagnfræðaskólana.
Vankunnáttu í dansi væri þá ekki lengur um að kenna,
þegar erfiðleikar og árekstrar ættu sér stað í félagslífi
landsmanna, bæði innan skólanna og utan veggja þeirra.
Vafalaust getur dansinn þjónað beint uppeldislegum til-
gangi, ef hann er kenndur með uppeldi í huga og þá vit-
neskju, að dans verður að miðast við þroska þeirra, sem
eiga að dansa. Sumir samkvæmisdansar fullorðins fólks
hæfa alls ekki börnum.
Uppeldisgildi dansins getur að vísu orðið tvíeggjað, enda