Menntamál - 01.12.1962, Page 99
MENNTAMAL
313
SIGURÐUR JÖNSSON frá Brún:
í fullri alvöru.
Vémundur skrifar í 28. blað Vikunnar og það í fullri
alvöru.
Hann skrifar um stafsetningu.
Stafsetning er mikið atriði eða lítið eftir því sem á það
er litið. Þótt það sé léttvægt borið saman við rök og rétt-
sýni umtalsefnisins, hvort höfundur ritar Jósef eða Jósep,
ellegar skrifar skipta með f eða p, þá er það mikilsvert,
hvort rithöfundur — þótt aðeins sé um sendibréfshöfund
að ræða — skilur samband orða og skyldleika þeirra og
hvernig hvert þeirra bendir til annars og kann eða reynir
að notfæra sér það.
Smákrakki nefndi bæ í sveit sinni Barkastaði, nákvæm-
ari en svo var ekki heyrn hans eða talandi þann daginn.
Kaldorður vandamaður hreytti út úr sér til hans:
„Heldurðu að jörðin sé kennd við hundsbarka? Ilún heit-
ir eftir manni, sem nefndist Börkur.“
Krakkinn, sem hafði heyrt kveðnar Gísla rímur Súrs-
sonar mundi einmitt orðin: „Kom á Barkar bóndajörð.“
Þar heyrði krakkaanginn r-ið, sem honum hafði sézt yfir.
Hann þurfti ekki að láta sletta í sig háðungarspurning-
um af líkri gerð næstu dagana.
Á eftirtekt, skilningi og vandvirkni byggist þannig öll
stafsetning og miðar að því fyrst og fremst að gera hvert
einasta orð þekkjanlegt, merkingarbært og nýtilegt hvað
útlit snertir því málefni, sem það á að styðja.
Þessum boðorðum hlýða orðin bezt með því að halda
útliti, hljóði og áherzlum óbreyttum og er þá hljóðs staf-