Menntamál - 01.12.1962, Síða 100
314
MENNTAMÁL
anna og áherzlna atkvæðanna getið í umtali um stafsetn-
ingu vegna þess að stafsetningin hlýtur ætíð að miðast að
nokkru við framburð hinna bezt talandi manna, en þeir
eru bezt talandi, sem minnst afbaka það mál, er þeir
heyrðu fyrir sér, nema þeirra sé kostur, sem leiðrétta
kunna fornar afbakanir og færa til réttara (upprunalegra)
máls, en uppruni orða er aðaláttviti um alla stafsetningu.
Orðið byggð á því að skrifa með tveimur g-um sökum
skyldleika við byggingu og að byggja, en skáldamáls orð-
ið lygð með einu g-i vegna tengda sinna við lygi. Enginn
hefur í alvöru sagt eða skrifað byging né að bygja eða haft
svo mikið við lygina að skrásetja hana sem lyggi.
í stafsetningarmálum er þannig ætíð horft aftur fyrir
sig og á svo að vera. Breytingar þær, sem óhjákvæmilega
koma fram smátt og smátt bæði fyrir rangmæli trassa og
aðflutning hluta og hugmynda, sem þurfa nöfn, verkorð
og lýsingar, eru aldrei viðurkenndar sem gjaldgeng ís-
lenzka fyrr en kominn er svo rótgróinn barnsvani mikils
hluta manna fyrir notkun þeirra, að þar verður ekki aftur
snúið. Sem dæmi má taka breytingu y-hljóðsins í i. Þá
breytingu hefðu engin kennsluyfirvöld látið ná fótfestu
hefði um nokkurt eftirlit verið að gera á þeim tíma, enda
er hún ekki viðurkennt ritmál enn í dag og var þjóðbölv-
un þegar hún kom og til meins aðeins.
Öllum, sem læra skulu að tala eða rita, er mein gert með
því að láta hjá líða að leiðrétta rangmyndun hljóða í töl-
uðu orði eða aflögun skrifaðs máls.
Til skamms tíma hefur engin lögboðin stafsetning ver-
ið til hér á landi og því ríkt stundarálit hvers einstaks rit-
höfundar um stafsetningu rita hans og er því ekki á traust-
an grunn að stíga, þegar aftur er litið, má lengi deila
um hverjum fylgja skuli og hve langt aftur í tíma, ef
fyrna skal úr því sem nú er. Því er eitt ráð gott og ekki
nema eitt. Það er að setja þar fast, sem komið er og leyfa
enga stafsetningar breytingu, þar sem reglum verður við