Menntamál - 01.12.1962, Page 101
MENNTAMAL
315
komið, fyrr en fundinn er ótvíræður vilji almennings og
einkum kennenda fyrir breytingunni og hún sannanlega í
samræmi við málkennd og óskir þeirrar kynslóðar, sem við
skal búa og þó hins eldra af henni.
Z, Y og X skal öllum halda sökum kynningar þeirrar, er
námið um þá stafi veitir, einkum vekur z umhugsun skyldu-
rækinna nemenda um sambönd orða, þar sem hún verður
í mörgum tilfellum bezt fundin með athugun hjálparsagna,
en nauðskoðun umhverfis og upprunarannsóknir, þótt
framkvæmdar séu af skólakrökkum, leiða ætíð til nokkurs
góðs, að minnsta kosti til athugunar orða sinna skráðra
og óskráðra, en það starf mega þeir lasta, sem þora að
hætta mannorði sínu í verkið.
Nú þegar er svo komið, að leiðrétta verður rithátt forn-
sagnanna til þess að óvanir menn þekki erfiðislítið sum
orð þeirra, þótt enn séu notuð aðeins með breyttri staf-
setningu.
Áherzlur hafa breytzt, svo að forn ljóðmæli njóta sín
ekki í flutningi nútímamanna, en nálgast að reglubrotum,
ef við nútímamál er miðað, „óheyrilegan atómkveðskap“.
Það yrði geðslegt eða hitt þó heldur að hlusta á þjóð-
sönginn eins og á honum er þrælazt á hverju kvöldi, þeg-
ar hann yrði eftir nokkra áratugi tafsaður fram með ensk-
um áherzlum, en svo má vel fara, ef ekkert er skeytt um
að halda talanda og rithætti föstum í sínu núverandi lagi.
Ef kennarar tíma ekki að eyða gjaldeyri fyrir rautt lit-
arefni til stílaleiðréttinga, mætti bjargast við kálfsblóð í
bili. Það letur er ekki lengi lesið, og ef uppeldisfræðingum
blöskraði neitanafjöldinn við þessum eða hinum uppátækj-
um stílahöfunda, þá mættu þeir huggast láta við þá al-
kunnu reynslu, að þeim verða sjaldan sælust árin frá 15
til 75, sem flest fengu að láta eftir sér fram á eða fram
yfir gelgjuskeiðið. Skeytingarleysi um stafsetningu kynni
að teljast með því eftirlæti, sem engin fyrirheit hefur til
þessa lífs eða hins tilkomanda.