Menntamál - 01.12.1962, Side 103
MENNTAMÁL
317
FRIÐBJÖRN BENÖNÍSSON:
Frá innnesjum til ASaldals.
Enn hefur Þórgnýr Guðmundsson sagt kennurum til
syndanna og nú í einu af dagblöðum höfuðstaðarins í til-
efni af mótmælum fulltrúaþings S. I. B. s. 1. vor gegn ráð. -
ingu réttindalausra manna til kennsustarfa.
S. í. B. svarar fyrir sig, ef því finnst við eiga, en ég
vil benda Þórgný á það, að syndaselirnir eru fleiri. Sam-
tök framhaldskólakennara hafa gert svipaðar samþykktir,
m. a. ásamt S. í. B. á uppeldismálaþingi í Reykjavík í
fyrra.
Vel hefði ég getað unnt mætum manni af miklu fólki
að komast að sanngjarnari niðurstöðu. Ég hlýt að álíta,
að fræðslumál séu þrátt fyrir allt í minni ólestri í byggð-
arlagi hans en víða annars staðar, — að hann hafi gleymt
að hugsa sig um og kynna sér málið almennt. En þótt svo
væri, er það ekki nægileg afsökun. Lög um menntun kenn-
ara voru ekki sett í gamni, þótt þau hafi stundum verið
notuð í hráskinnaleik, en stundum ekkert mark tekið á
þeim. Þetta er enn alvarlegra fyrir þá sök, að kröfurnar
eru ákaflega vægar, og varla hægt að hugsa sér, að kenn-
arar geti samkvæmt þeim mætt vaxandi kröfum, sem til
þeirra eru gerðar. Sé það haft í huga, verða mótmæli kenn-
aranna eðlileg, auk þess sem skárra má teljast að minnka
heldur fræðslu að magni en gæðum.
Að óreyndu hefði ég haldið, að það líkaði Þórgný vel.
Fyrir nokkru skrifaði liann grein í Menntamál, þar sem
því er haldið fram, að of mikið sé í fræðslukerfið lagt og
of mikið dregið af vinnukrafti ungs fólks frá framleiðsl-
unni. Hann sakaði kennarana einnig um þetta. Kennarar