Menntamál - 01.12.1962, Qupperneq 106
320
MENNTAMÁL
GUÐMUNDUR ÞORLÁKSSON:
Þing Evrópuráðs til endurskoðunar kennslu-
bóka í landafræði fyrir framhaldsskóla.
Hugsandi mönnum hefur lengi veriö ljóst, aö eitthvað
er ekki eins og það ætti að vera í Evrópu, þegar mestu
menningarþjóðir álfunnar heyja hverja styrjöldina eftir
aðra og oft hefur verið vandséð, hvers vegna barizt er. í
Bandaríkjum Norður-Ameríku, sem eru mörg sjálfstæð
ríki undir sameiginlegri yfirstjórn, hefur hins vegar ekki
komið til ófriðar innbyrðis um langt skeið. Sú hugsun var
því nærliggjandi, að ef komið yrði á svipuðu ríkjasambandi
í Evrópu, þá væru minni líkur á að til ófriðar drægi innan
marka þess. Styrjaldir eru flestar nú á tímum á milli ríkja,
— þjóða —, að minnsta kosti ef um svo nefndar menning-
arþjóðir er að ræða. Evrópa er skipt í smáheildir — þjóðir
—, og margir þjóðfélagsþegnar í öllum löndum hafa hinar
fáránlegustu hugmyndir um nágrannaþjóðir sínar, svo að
ekki sé minnst á þær, sem fjær búa. (Sbr. að margir ís-
lendingar hafa ímugust á Tyrkjum). Hins vegar gerum við
okkur ekki slíkar hugmyndir um landa okkar. Tungumálin
valda hér að sjálfsögðu nokkru, en þjóðernistilfinningin
mestu. Hvorugt er mönnum meðfætt. íslenzkt barn, sem
alið er upp á dönsku, þýzku eða bandarísku heimili, verð-
ur Dani, Þjóðverji o. s. frv. Þjóðarkennd og þjóðarremb-
ingur kemur aðeins með uppeldi. Það eru þeir eldri, sem
eitra huga hinna ungu. Það lá því beint við, þegar farið
var að athuga orsakir f jandskapar þjóða í milli, að athuga,
hvað sagt er í kennslubókum skólanna um aðrar þjóðir.
Byrjað var á að athuga sögubækurnar. Þar var margt að