Menntamál - 01.12.1962, Side 107
MENNTAMÁL
321
finna, sem alið gat á tortryggni, skilningsleysi og jafnvel
fjandskap. Sú þjóð, sem kennslubókina notaði, var aldrei
völd að deilum eða styrjöldum. Yenjulega var það andstæð-
ingurinn, sem réðst á hana, svo að hún varð að verja hend-
ur sínar og þjóðarheiður. Hér má vel taka Islandssögu Jón-
asar Jónssonar sem dæmi: Norðmenn læðast að okkur og
ræna okkur frelsi, Danir gera okkar ágætu þjóð allt til
miska, sem þeir megna, en við höfum alltaf hreinan skjöld
og eigum allar hetjurnar og dáðadrengina, en hinir eru
allir „skúrkar“.
Nú hafa þing, sem haldin voru á vegum Evrópuráðs
bent á og mælzt til að leiðréttur verði versti þjóðaráróð-
urinn og rangfærslurnar í sögubókunum, og nú er verið að
athuga kennslubækurnar í landafræði. Fyrsti fundur um
landafræðina var haldinn í Goslar í Þýzkalandi í fyrra.
Verkefnið var þá Mið-Evrópa. Margt merkilegt bar fyrir
augu, þegar kennslubækurnar voru bornar saman, og rakst
ýmislegt á annas horn. Fulltrúarnir, sem flestir voru landa-
fræðikennarar, urðu fljótlega ásáttir um, að skekkjur yrði
að leiðrétta og fjarlægja og bannlýsa ummæli, sem alið
gætu á tortryggni, þjóðarrembingi og fjandskap, hætta að
nota eigin nöfn í öðrum löndum (ensk nöfn í Þýzkalandi,
þýzk nöfn í Englandi, Frakklandi o. s. frv.). — Nú ferð-
ast allir langt út fyrir landamæri sín. En menn geta ekki
spurt til vegar í nágranna landi sínu, þótt þeir séu ágætir
í landafræði og tungumálinu, vegna þess að þeir hafa aldrei
heyrt nefnd hin réttu, þjóðlegu heiti borga og héraða.
Prófessor East frá London sýndi með einföldu dæmi, að
það er oft, ef ekki venjulega, eldri kynslóðin, sem held-
ur fast við þjóðleg ensk heiti utan landamæra Bretlands.
Hann sagði: „Unglingar geta auðsjáanlega alveg eins auð-
veldlega lært Wien eins og Vienna, því að þeir verða að
læra borgarheitið Wiener-Neustadt“. — Unglingar geta
ekki fundið í kortabókum sínum, hvernig stafa á heiti
borga, héraða eða landa, ef þeir vilja skrifa pennavinum
21