Menntamál - 01.12.1962, Síða 109
MENNTAMÁL
323
Þrjár fastanefndir hafa verið settar á laggirnar, sem
starfa eiga í samvinnu við CCC, ein fyrir æðri menntun
og rannsóknir, önnur fyrir almenna og tekniska fræðslu
þriðja fyrir utanskólafræðslu. Endurskoðun kennslubóka
er í verksviði nefndarinnar fyrir almenna og tekniska
fræðslu. Nefnd þessi hefur rætt um að fá nokkra sérfróða
landafræðikennara við framhaldsskóla til að semja rit,
sem orðið gæti grundvöllur nýrra aðferða við landafræði-
kennslu.
Af framansögðu ætti að vera ljóst, að unnið er að því
að skapa samhug og vinarþel milli þjóða Evrópu, en það
er grundvöllur fyrir sameiningu og samvinnu þjóðanna.
Hér á eftir skal sagt nokkuð nánar frá 2. þingi Evrópu-
ráðs til endurskoðunar landafræði kennslubóka fyrir fram-
haldsskóla.
Fundarstaður var Santa Cruz de Tenerife á Kanaríeyj-
um, og mótið stóð frá 25. ág. til 2. sept. 1962. Spánverjar
sáu um mót þetta og kostuðu dvöl fulltrúa yfir þingtím-
ann. Sennilega hefur nokkru ráðið um val Kanaríeyja
fyrir fundarstað, að Spánverjar hafa viljað kynna landa-
fræðikennurum þetta fjarlæga, spánska hérað. Fulltrúar
Spánar og Suður-Evrópulanda sáu um undirbúning móts-
ins í samvinnu og samráði við Menningarmálanefnd Ev-
rópuráðs.
Fulltrúar mættu frá öllum löndum, sem aðild eiga að
Evrópuráði, (1 fulltrúi frá löndum, sem hafa minna en 5
millj. íbúa, 2 frá löndum, sem hafa 5—20 millj. og 3 frá
þeim, sem hafa yfir 20 millj. íbúa). Svisslendingar taka
nú fullan þátt í endurskoðun kennslubóka og Portúgalar
sendu áheyrnarfulltrúa, vegna þess að verkefni þessa
þings var Suður-Evrópa. Af sömu ástæðu sendu Suður-
Evrópulöndin fleiri fulltrúa en þau eiga rétt á, en at-
kvæðisrétt höfðu að sjálfsögðu aðeins fastafulltrúar.
Undirbúningur var allmikill að þingi sem þessu. Spurn-
ingalistar voru á síðastliðnum vetri sendir öllum þátttak-