Menntamál - 01.12.1962, Page 111
MENNTAMÁL
325
vafaatriði um land yðar, sem þér vilduð láta leiðrétta í
síðari útgáfum? Eitthvað, sem þér teljið nauðsynlegt að
bæta við í lýsinguna af landi yðar?
Öll Miðjarðarhafslöndin og flest önnur þátttökulönd
höfðu sent svör við spurningum þessum. Tyrknesku full-
trúarnir höfðu unnið starf sitt með miklum ágætum. Þeir
mættu með ágætt rit, sem þeir höfðu samið um Tyrkland
og útbýtt var til fulltrúa og ráðgert að senda kennslubóka-
höfundum: Some Documents concerning the Geography
of Turkey.
Aðalverkefni sitt áleit þingið vera „að athuga, ræða og
semja ályktanir um, hvort þætti Miðjarðarhafslandanna
í fjárhags- og menningarsamvinnu Evrópu væri rétt og
nægilega vel lýst í kennslubókunum og hvort landlýsingar
séu þannig fram settar, að þær glæði samhug og vinarþel
Evrópuþjóða innbyrðis.“
Fulltrúar Suður-Evrópuríkja vilja sérstaklega beina at-
hygli kennara og kennslubóka höfunda að eftirfarandi:
1. Höfundum hættir við að láta söguna skyggja á landa-
fræðina í lýsingum sínum af Suður-Evrópu.
2. Höfundar nefna yfirleitt fjárhagslega endurreisn
Suður-Evrópu, en frásagnir og lýsingar eru of stuttar og
ónákvæmar.
3. Bæði kennslu- og kortabækur eyða of miklu af mjög
takmörkuðu rúmi, sem Suður-Evrópa fær, í „glansmynd-
ir“ og aukaatriði, sem ekki gefa rétta mynd af löndum og
þjóðum. Þetta þyrfti að laga.
4. Æskilegt er, að bent sé á, að Suður-Evrópa er mjög
mannmörg og að sum löndin ráða yfir allmiklu fjárafli
og auðlindum.
5. Framfara- og þróunaráætlunum sé því aðeins lýst,
að framkvæmdir séu vel á veg komnar, en ekki aðeins
pappírsgögn, sem engin áhrif hafa á hag íbúa. Nútíminn
er verkefni landafræðinnar, en hvorki framtíð né fortíð,