Menntamál - 01.12.1962, Blaðsíða 112
326
MENNTAMÁL
nema að svo miklu leyti, sem fortíð er nauðsynleg til að
skýra nútíð.
Af Suður-Evrópu þjóðum hafa aðeins ítalir reynslu af
Evrópu-markaði. Þeir sögðu sammarkaðinn hafa gert hrað-
fara iðnvæðingu mögulega á Ítalíu, og við það hefðu kjör
íbúa mjög batnað. Þingið mælir með, að kennarar í fram-
haldsskólum í þátttökulöndum Evrópuráðs leitist við að
skýra markmið og starfsaðferðir sammarkaðs Evrópu og
áhrif hans á lífskjör fólks.
Áður hefur verið getið um rit það, sem Tyrkir höfðu
samið um land sitt (Hollendingar hafa samið svipað rit).
Þingið samþykkti að beina þeim tilmælum til Evrópuráðs,
að það beitti sér fyrir því, að fengnir verði landfræðing-
ar til að semja svipuð rit um önnur lönd, sem aðild eiga
að ráðinu. Rit þessi verði svo látin fulltrúum landfræði-
þinganna, kennslubókahöfundum og útgefendum landfræði
kennslubóka í té.
Fulltrúar allra Suður-Evrópulandanna beina þeim til-
mælum til Evrópuráðs, að sett verði á stofn deild eða skrif-
stofa, sem safni hagfræðiskýrslum og öðrum gögnum, sem
nauðsynleg eru fyrir höfunda kennslubóka í landafræði,
og láti þessi gögn í té, þegar óskað er. Jafnframt taki
skrifstofa þessi á móti tilkynningum um villur og óná-
kvæmni í landlýsingum (trúnaðarmál) og sendi þær áfram
til útgefanda eða höfundar.
Fulltrúar Miðjarðarhafslandanna beina í sameiningu
þeim tilmælum til höfunda kennslubóka í landafræði, að
þeir noti nýjar tölur, forðist gamlar kenningar og sleggju-
dóma, sem sjaldan eiga nú við og oft eru villandi, segi
frá ríkjandi viðleitni til að bæta fjárhag, menntun og al-
þýðufræðslu, nefna framfarir, sem orðið hafa t. d. í sam-
göngumálum, ræktun (áveitur), geta um vaxandi straum
ferðafólks, vöxt borga o. s. frv.
Hér á eftir skulu nú rakin nokkur atriði, sem fulltrúar