Menntamál - 01.12.1962, Page 117
MENNTAMAL
331
5. Að jafnframt verði stóraukin fjárframlög ríkis og sveitarfélaga
til félags- og íþróttamála, svo að liægt verði að fullnægja á lieilbrigð-
an hátt félags- og skemmtanaþörf ungs fólks.
6. Að fundinn verði einhver sá rekstrargrundvöllur fyrir félags-
heimilin, er geri þeim mögulegt að starfa samkvæmt upphaflegum
tilgangi, svo að þau þurfi ekki vegna skuldabasls að stofna til sam-
komuhalds, sem er í engu samræmi við þær vonir, sem við þau voru
bundnar, fremur hið gagnstæða.
7. Að vegna bráðari líkamsþroska unglinga en áður var og því
vaxandi ósamræmis milli líkamlegs og andlegs þroska, telur fundurinn
nauðsyn bera til, að markvisst sé unnið gegn því af foreldrum og
öðrum uppalendum, að börn líti á sig sem fullorðið fólk löngu áð-
ur en andlegur Jrroski Jieirra leyfir og bendir á í því sambandi, að
heppilegra kynni að vera, að allt skyldunám fari fram í sama skóla
og ungmennin fermd að Jrví námi loknu eða við 15 ára aldur, svo
sem tíðkast í nágrannalöndum.
Alyktun um launamál.
Aðalfundur Kennarasambands Austurlands 1962 fagnar Jreim leið-
réttingum, sem fengizt hafa á launakjörum kennara, og þakkar
reykvískum kennurum skellegga forustu þeirra í kjarabaráttunni á
síðasta vori.
I>ó álítur fundurinn, að livergi nærri viðunandi og réttlát úr-
lausn á þessum málum hafi fcngizt.
Fundurinn vill leggja höfuðáherzlu á eftirfarandi atriði:
1. Byrjunarlaun kennara verði gerð lífvænleg.
2. Laun hækki með hækkandi starfsaldri, t. d. eftir tíu ár og eftir
Jjað á fimm ára fresti.
3. Söng- og tónlistarkennarar hafi rninni kennsluskyldu en al-
mennir kennarar.
4. Tekið verði meira tillit til aukinnar heimavinnu kennara, vegna
breytinga á kennsluháttum með fækkun kennslustunda á viku.
5. Kjör kennara og skólastjóra við heimavistarskóla verði stór-
bætt.
6. Gerðar verði J>ær breytingar á reglunt um eftirlaun kennara,
að Jjau miðist við kennaralaun á hverjum tíma.
Að lokum vill fundurinn vara stjórn fræðslumála og fjármála í
landinu við því ástandi, sem er að skapast í þessum málum, vegna
smásmugulegra undanbragða við réttmætum kjarakröfum kennara.
Ályktun um Ejnahagsbandalag Evrópu.
Aðallundur Kennarasamband Austurlands 1962 bendir á, að ís-